Feature 1

MBUX margmiðlunarkerfi

Með MBUX (Mercedes-Benz User Experience) nýturðu margmiðlunarkerfis sem er bæði snjallt og glæsilegt, stafrænt og býður upp á frekari þróun. Margs konar tengi og stór snertiskjár bjóða upp á fjölbreytta virkni fyrir upplýsingar, afþreyingu, samskipti og raddstýringu sem og tengingu fyrir snjallsíma.

Gott upplýsingaflæði, nettenging og afþreying.

Einfalt og þægilegt er að stjórna MBUX-margmiðlunarkerfinu. Það er gert á 17,8 cm (7 tommu) snertiskjá í háskerpu, með snertihnöppum á stýrinu eða stjórnfletinum undir snertiskjánum. Bluetooth®-tenging með handfrjálsum búnaði gerir símtöl á ferð í bílnum öruggari. Tenging fyrir snjallsíma í gegnum Android Auto® eða Apple CarPlay© sem og WiFi-tengingu leyfir þér að fullnýta virkni farsímans – og hlusta til dæmis á uppáhaldstónlistina þína. Auk þess er hægt að tengja fleiri fartæki með USB-tenginu í neðra hólfi miðstokksins.