Þráðlaust hleðslukerfi fyrir fartæki
Með þráðlausu hleðslukerfi fyrir fartækin þín geturðu hlaðið snjallsíma sem styður þráðlausa hleðslu á mjög þægilegan hátt á ferðinni: án snúru, innstungu eða festingar – óháð gerð og tegund. Þannig verður aksturstími að hleðslutíma.
Einfalt og þægilegt að hlaða.
Þú leggur samhæfa snjallsímann þinn einfaldlega á hleðslumottuna í fremra hólfi miðstokksins. Tilbúið. Annar kostur við þráðlausa hleðslukerfið: Upplýsingar um stöðu hleðslunnar eru sýndar á skjá MBUX-margmiðlunarkerfisins (Mercedes-Benz User Experience).