Citan Tourer fyrir fjölskylduna og þinn rekstur.

Citan Tourer. Lætur verkin tala 

Citan Tourer: Hetja borgarinnar.

Sterkur, sveigjanlegur, hagkvæmur og fullkomlega lagaður að áskorunum borgarinnar. Citan Tourer, netti fólks- og sendibíllinn þinn fyrir allt að sjö manns.

Frá hagkvæmnissjónarmiði veitir Citan þér öruggan ávinning. Hagkvæmar vélar hans með BlueEFFICIENCY-tækni1 og eldsneytisnotkun frá 4,3 l/100 km. 

Citan ekur af miklum þægindum, lipurð og fimi þökk sé þægilegum sætum, fínstilltum undirvagni með sjálfstæðri fjöðrun sem og valfrjálsri tveggja kúplinga gírskiptingunni 6G-DCT. Sveigjanleiki hans er líka til fyrirmyndar, til dæmis með tveimur einstaklingssætum í 2. sætaröð aftur í, sem gerir hann að sjö manna bíl. Eða með samanfellanlegum sætisbökum aftur í og má þannig fá stærra hleðslurými í einni svipan.

Citan hefur allt sem þú ætlast til að fá úr nettum sendibíl með Mercedes-stjörnu á sér. Uppgötvaðu kosti bílsins í reynsluakstri. Mercedes-Benz Vans. Born to run.

1

BlueEFFICIENCY-pakkinn er staðalbúnaður fyrir allar vélargerðir og lengdir, nema hann er ekki í boði með 6G-DCT-gírskiptingunni með tvöfaldri kúplingu.

Hönnun og lausnir.

  1. Þægindi
  2. Aksturseiginleikar
  3. Hagkvæmni
  4. Sveigjanleiki
  5. Öryggi
Með innri gildin á hreinu.

Vinalegt innanrýmið sameinar hið notalega og gagnlega. Virkni og þægindi sanna gildi sitt allt frá þægilega hárri sætisstöðu í akstri til lágra dyrakanta sem einfalda manni að stíga inn og úr bílnum.

Þægilegt ökumannssætið er með hliðarstuðningi sem fer vel með bakið og andar vel, er slitsterkt og má stilla eins og þú vilt hafa það, rétt eins og stýrið sem má stilla í mismunandi hæð. Einfalt er að nota öll stjórntækin sem er skipulega raðað upp. Mælaborðið sem einfalt er að lesa á gefur innanrýminu glæsileika. Miðstöðin og loftræstikerfið, sem er staðalbúnaður, sem og rafdrifnar rúðuvindur í rennihurðum, sem eru aukabúnaður, leggja sitt af mörkum til að skapa þægilegt umhverfi.

Þægilegt hirslukerfið hefur fjölbreytta virkni og aðgengilegt geymslurými. Hanskahólfið tekur allt að 8,5 lítra, hirslan yfir framrúðunni er staðalbúnaður og tekur 12,6 lítra, í hurðarhólfum komast fyrir tvisvar sinnum 4,1 lítri og í hólfinu í armpúðanum eru 8,9 lítrar tiltækir.

Innanrýmið verður enn meira aðlaðandi með krómpakka fyrir innanrými, hönnunarpakka fyrir króm í innanrými eða hönnunarpakka fyrir lit í innanrými, sem eru fáanlegir sem aukabúnaður.

Maður verður líka að hafa gaman í vinnunni.

Citan gefur manni sanna akstursgleði. Í þröngu borgarumhverfi nýturðu lipurðar hans og nettleika, en úti á landi eða á hraðbrautum geturðu notið togkraftsins að fullu.

Einhver af aflmiklu dísilvélunum með 55 kW (75 hö.), 66 kW (90 hö.) og 81 kW (110 hö.) eða nútímaleg bensínvélin með 84 kW (114 hö.) munu örugglega uppfylla væntingar þínar. Framsækin BlueEFFICIENCY-tæknin1 dregur úr eldsneytisnotkun og fer vel með fjárhaginn. Eftir vali á vél er það fimm eða sex gíra beinskipting sem kemur drifkraftinum til skila. Hægt er að fá 6G-DCT gírskiptinguna með tvöfaldri kúplingu sem aukabúnað, en hún sameinar skemmtilega akstursgetu beinskiptingar og þægindi sem fylgja sjálfskiptingu.

Allir tæknilegir íhlutir eru samstilltir af mikilli nákvæmni – frá aflstýrinu til hönnunar á fjöðrun og dempun undirvagnsins með sjálfstæðri fjöðrun og diskabremsa á fram- og afturási sem hafa alhliða gott grip. Með þessu öllu geturðu notið lipurðar og snerpu Citan í mestu makindum.

Borgar sig. Til lengri og skemmri tíma.

Það er algjör skylda fyrir vörumerkið Mercedes-Benz að móta framtíð aksturs á ábyrgan og sjálfbæran hátt: Það á einnig við um Citan. Í borgarumferð stendur Citan einmitt sérstaklega vel undir þessari kröfu. Þökk sé nútímalegum vélum og framsækinni BlueEFFICIENCY-tækni1 er CO2-losun og eldsneytisnotkun með minna móti. Þannig ekur Citan á undan með góðu fordæmi með 4,3 l/100 km.

Einnig út frá fjárhagssjónarmiði gefur Citan manni ávinning. Að einu leyti vegna hagstæðs verðs, að öðru leyti vegna lágs viðhaldskostnaðar sem hlýst af lítilli eldsneytisnotkun og lengd milli viðhaldstíma upp á allt að 20.000 km.

Nútímalegar vélar, rafdrifið aflstýri og vísir fyrir gírskiptingu leggja grunninn að hagkvæmum akstri. BlueEFFICIENCY-pakkinn1 eykur afköst bílsins þíns jafnvel enn meira.

Tilbúinn að takast á við hvaða áskorun sem er.

Citan heillar mann á hverjum stað. Allt að sjö þægileg sæti bjóða mann velkominn og meira en nóg geymslupláss fyrir farangurinn, því eru allar aðstæður til staðar til að ferðin verði notaleg og örugg – hvort sem er með allri fjölskyldunni eða í stórinnkaupum í byggingavörubúðinni.

Í þægilegum sætum með hliðarstuðningi sem fer vel með bakið og með tauáklæði sem bæði andar og er slitsterkt líður þér eins og við er að búast í Mercedes-Benz. Vandað og hagkvæmt innanrýmið með sínum mörgu hentugu hirslum gerir langar ferðir einnig að afslappaðri upplifun. Og Panorama-þakið með tveimur þakgluggum, sem er aukabúnaður, gefur innanrýminu sérlega vinalegt og bjart yfirbragð. Auk framúrskarandi þæginda í akstri státar Citan af þriggja punkta öryggisbeltum með átaksdeyfi í hverju sæti.

Ber af þegar kemur að öryggi.

Citan stendur einnig mjög framarlega þegar kemur að öryggi: Með ADAPTIVE ESP®, hemlunaraðstoð og ABS-hemlalæsivörn sem og diskabremsum á fram- og afturöxli sem hafa alhliða gott grip sannar bíllinn gildi sitt með stuttum hemlunarvegalengdum – líka í bleytu. Undirvagninn liggur vel á veginum með sinni sjálfstæðu fjöðrun. Hægt er að slökkva á ASR-spólvörninni þegar ekið er í snjó, snjóbleytu eða sandi.

Þegar á reynir munu hæðarstillanlegu þriggja punkta öryggisbeltin halda þér vel í sætinu með strekkingu og álagstakmörkun. Við nauðhemlun kviknar sjálfkrafa á hættuljósum.

Staðalbúnaður í Citan eru dagljós, brekkuaðstoð og allt að sex öryggispúðar. Öryggispúði fyrir ökumann og framsætisfarþega sem og gluggaöryggispúðar2 og öryggispúðar fyrir brjóstkassa,  geta dregið úr hættu á meiðslum í óhöppum. Hægt er að óska eftir aðstoðarbúnaði eins og birtu- og regnskynjara, loftþrýstingsvöktun í hjólbörðum og bakkmyndavél sem sýnir svæðið aftan við bílinn í baksýnisspeglinum.

Þar sem Citan-bíllinn getur vakið ágirnd annarra er hægt að bæta við hann innbrots- og þjófavarnarkerfi svo bíllinn komist ekki í rangar hendur.

1

BlueEFFICIENCY-pakkinn er staðalbúnaður fyrir allar vélargerðir og lengdir, nema hann er ekki í boði með 6G-DCT-gírskiptingunni með tvöfaldri kúplingu.

2

Staðalbúnaður hjá Citan Tourer með leyfi sem fólksbifreið (M1), aukabúnaður með leyfi sem létt atvinnuökutæki (N1).

Mercedes-Benz-sætisþægindi – einnig í farþegarými.

Maður ekur einnig í þægindum í farþegarými Citan Tourer: Þriggja manna sætisbekkurinn er með þremur höfuðpúðum sem má hæðarstilla og þriggja punkta öryggisbeltum í hverju sæti. Sé þörf á meira hleðslurými til að flytja stærri hluti er hægt að leggja bekkinn niður um ⅓ til ⅔ hluta. Þannig nýtir Citan Tourer sveigjanlega hleðslumöguleika sína til fulls.

Þægindi og lipurð í akstri.

Rúmgóður farþegabíll fyrir fólksflutningana.

Citan Tourer er þægilegur farþegabíll með allt að fimm sætum. Þar að auki vinnur Citan Tourer sér inn stig með sínum fjölmörgu geymslumöguleikum sem eru allt að 77 lítrar alls.

Helstu kostir Citan Tourer:

  • Þægilegur farþegabíll fyrir allt að fimm manns (með ökumanni) 
  • Auka má við hleðslurýmið eftir þörfum með sveigjanlega þriggja sæta bekknum í 1. sætaröð sem má fella niður um ⅓ eða ⅔ 
  • Mörg hagnýt geymsluhólf með allt að 77 lítra rými alls, t.d. valfrjálsa hirslan í lofti farþegarýmisins með þremur hólfum eða geymsluhólf í gólfi farþegarýmisins

Aukabúnaður innanrýmispakka.

Hönnunarpakki fyrir lit í innanrými

Skrautsaumapakki í rauðu

Litapakki innanrýmis

Lorem Ipsum