Fyrirtækjalausnir Mercedes-Benz.

Bílaumboðið Askja kynnir sérstök kjör á Mercedes-Benz bifreiðum fyrir fyrirtæki.

Í samvinnu við Mercedes-Benz getum við nú boðið sérstakar fyrirtækjalausnir sem fela í sér samþætta lausn á sölu og þjónustu bifreiða til fyrirtækja og sértækra hópa. Í því felst bæði sala á bifreiðum í fyrirtækjaflota og til einstakra starfsmanna þar sem starfsfólk nýtur sambærilegra kjara og fyrirtæki fá þegar keyptir eru bílar í fyrirtækjaflota.

Í fyrirtækjalausnum er nálgun okkar sérsniðin að þínum þörfum og leggjum við áherslu á persónulega þjónustu og lausnir til hagsmuna fyrir viðskiptaaðila okkar.

Vörulína Mercedes-Benz

Markmið þitt um að skila fullkomnu starfi á degi hverjum er það sem drífur okkur áfram. Til að reksturinn þinn gangi vel þarftu góða samstarfsaðila. Hvort sem það er snarpi borgarsendibíllinn Citan, faglegi og fjölhæfi Vito, hagnýti torfærubíllinn X-Class, fágaði og þægilegi V-Class eða hinn fornfrægi og fjölbreytti Sprinter – býður Mercedes-Benz þér upp á ökutæki sem er alltaf til staðar og þú getur treyst á. Svo þú getir einbeitt þér að rekstrinum í einu og öllu.

Þjónusta og hreyfanleiki.

Þú nýtur alhliða þjónustu á Mercedes-Benz flotanum þínum samkvæmt þörfum þínum. Þar á meðal er fyrirbyggjandi viðgerðarþjónusta, snögg hjálp við bilanir, viðhald og umhirða af Mercedes-Benz-gæðum. Sérfræðingar okkar eru á verkstæðinu og alls staðar þar sem þú þarft á þeim að halda.

Lorem Ipsum