Marco Polo | Mercedes-Benz-ferðabílar

Marco Polo. Útilegubíll með mikilum þægindum.

Framsækið upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

Með MBUX (Mercedes-Benz User Experience) stendur þér til boða margmiðlunarkerfi í Marco Polo sem lætur nánast engar óskir óuppfylltar. Hér er á ferðinni snjallt kerfi sem lærir á notandann, er einfalt í notkun og hægt er að bæta við það eftir þörfum: allt frá tengingu fyrir snjallsíma til raddstýringar og Mercedes-Benz-leiðsögukerfis. Innbyggða appið MBAC (Mercedes-Benz Advanced Control), sem er aðeins í boði í Marco Polo, gerir ferðalögin síðan enn þægilegri því hægt er að stjórna helstu útilegueiginleikum bílsins með því. Auk þess er úrval Mercedes me connect-þjónustu ýmist í boði sem staðalbúnaður eða aukabúnaður fyrir MBUX.

MBUX og MBAC

Þú hefur aldrei verið í svona nánum tengslum við bílinn þinn áður: MBUX og MBAC bjóða upp á nýjar leiðir til að fá upplýsingar og stjórna eiginleikum bílsins – líka með appi í snjallsíma.

Leiðsögn í MBUX

Snertiskjárinn vísar veginn: Með skörpum snertiskjánum er leikur einn að stjórna kerfinu og Marco Polo sýnir þér bestu leiðina á áfangastað.

Mercedes me-appið

Þú getur einnig stjórnað MBUX-kerfinu með appi. Það getur til dæmis komið sér vel þegar þú vilt kanna áfyllingarstöðuna á bílnum án þess að vera á staðnum.

MBAC: Snjallari ferðamáti

Með Mercedes-Benz Advanced Control (MBAC) er hægt að stjórna helsta rafbúnaði í ferðabílnum – eins og miðstöðinni, rafdrifnu sóllúgunni eða kæliboxinu – á þægilegan hátt.

MBAC-appið

Með MBAC-appinu er með einföldum og þægilegum hætti hægt að stilla hitastigið í kæliboxinu, stjórna rafdrifna hækkanlega þakinu og athuga hvort nóg vatn er á vatnstankinum áður en lagt er af stað í ferðalagið.

AIRMATIC - Fyrsta flokks akstursþægindi og mikið öryggi.

Þægilegur

Fjöðrunin á hverju hjóli fyrir sig er stillt sjálfkrafa til samræmis við akstursskilyrði, hraða og undirlag hverju sinni auk þess sem bíllinn er hækkaður eða lækkaður eftir þörfum

Sjálfstæður

Hvort sem er á hraðbrautum eða vegarslóðum: Með AIRMATIC-loftfjöðruninni nýtur þú einstaklega þægilegs og öruggs aksturs, aukinnar torfærugetu og sportlegri aksturseiginleika.

Öruggur

Á vegarslóðum og í léttum torfærum stendur til dæmis meiri veghæð til boða þegar ekið er á litlum hraða. Þegar ekið er á meiri hraða, til dæmis á þjóðveginum, er bíllinn lækkaður lítillega.

Gefur ævintýrum þínum meiri stíl.

Viltu að ferðabíllinn þinn sé jafn einstakur og ferðalögin þín? Með sérútbúnaði fyrir allar þrjár Marco Polo-gerðirnar getur þú útfært bílinn í þínum stíl. Sægræn samanbrjótanleg hlífin á hækkanlega þakinu er einstaklega glæsileg. En það er ekki bara ytra útlitið sem gleður augað: Framop hækkanlega þaksins býður einnig upp á frábært útsýni úr þakrúminu. Fyrir hliðar bílsins eru fáanlegar skrautfilmur í möttum svörtum lit með sægrænum áherslum sem passa fullkomlega við samanbrjótanlegu hlífina. Filmurnar fást í þrenns konar hönnun og stærðum, alveg eins og þú vilt hafa þær.

Skrautfilmur

Með valfrjálsu skrautfilmunum í útfærslunum Small, Medium og Large verður ytra byrði bílsins enn glæsilegra.

Framop hækkanlega þaksins

Enn þægilegri svefnaðstaða: Til viðbótar við hliðaropin er hækkanlega þakið einnig fáanlegt með stórum framglugga.

Samanbrjótanleg hlíf í sægrænum lit

Með sægrænu samanbrjótanlegu hlífinni gerir þú glæsilegt útlit Marco Polo-ferðabílsins enn svipsterkara og persónulegra.

Frekari hönnunar- og þægindabúnaður, valfrjáls

Rafstýrði EASY-PACK-afturhlerinn og stemningslýsing á neðanverðu smáeldhúsinu eru dæmi um glæsilegan útbúnað sérútgáfunnar.

Upplifðu Marco Polo núna.

Tákn fyrir Panta reynsluakstur

Panta reynsluakstur.

Skráðu þig núna og aktu af stað
Frekari upplýsingar

Svefnaðstaða.

Þægileg svefnpláss fyrir allt að fjóra.

Í Marco Polo geta fjórir einstaklingar látið sig dreyma um ný ævintýri: Hækkanlega þakið býður upp á rúmgóða svefnaðstöðu fyrir tvo. Sérstaklega þægileg er frauðdýnan með punktafjöðrun undir, þannig að engin hætta er á að maður fái heimþrá. Tveggja manna sætisbekkurinn leggst rafdrifið í liggjandi stöðu og tæmir um leið úr uppblásanlegum sætishliðum í sætisbaki og sætispúða, sem annars gefa hliðarstuðning í akstri. Ásamt framlengingu fyrir rúm verður þannig til þægileg svefnaðstaða fyrir tvo.

[*] Frekari upplýsingar um uppgefna eldsneytisnotkun og uppgefna sértæka CO₂-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO₂-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, CO₂-losun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem hægt er að fá ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH (www.dat.de).