Marco Polo. Útilegubíll með mikilum þægindum.

Hér með lýsirðu yfir sjálfstæði þínu.

Þægilegi ferðabíllinn fyrir útivistarfólk sem gerir kröfur.

Marco Polo er nettur ferðabíll fyrir alla sem gera kröfur um hönnun og þægindi á ferðalögum. Hann býður upp á fjölmarga eiginleika sem tryggja fyrsta flokks akstur, dvöl og gistingu. Í innanrýminu er hönnunin þaulhugsuð með fyrsta flokks eldhús og skápa, hækkanlegt þak með rúmi og tveggja manna sætisbekk sem þægilegan legubekk svo allt að fjórir einstaklingar geta sofið vel. Glæsilegur útbúnaður og þægilegt upplýsinga- og afþreyingarkerfið eru jafn heillandi í hversdeginum og í fríinu. Á götunni setur hann ekki eingöngu ný viðmið í hönnun ytra byrðis, heldur einnig þegar kemur að sparneytnum en um leið kraftmiklum vélum. Ef þú hefur ekki enn ákveðið í dag hvert þú ætlar á morgun – Marco Polo gefur þér frelsi til þess.

Hápunktar.

Svefnaðstaða.

Þægileg svefnpláss fyrir allt að fjóra.

Í Marco Polo geta fjórir einstaklingar látið sig dreyma um ný ævintýri: Hækkanlega þakið býður upp á rúmgóða svefnaðstöðu fyrir tvo. Sérstaklega þægileg er frauðdýnan með punktafjöðrun undir, þannig að engin hætta er á að maður fái heimþrá. Tveggja manna sætisbekkurinn leggst rafdrifið í liggjandi stöðu og tæmir um leið úr uppblásanlegum sætishliðum í sætisbaki og sætispúða, sem annars gefa hliðarstuðning í akstri. Ásamt framlengingu fyrir rúm verður þannig til þægileg svefnaðstaða fyrir tvo.

Allt fyrir góðan svefn.

  • Þakrúm fyrir tvo með rúmstæði upp á u.þ.b. 2,05 m x 1,13 m (u.þ.b. 200 kg heildarþungi) og hlífðarnet. Vönduð frauðdýna með punktafjöðrun fyrir þakrúmið loftar vel og gerir svefninn afar þægilegan
  • Tveggja manna sætisbekkur sem þægilegur legubekkur fyrir tvo með framlengingu fyrir rúm og rúmstæði upp á u.þ.b. 2,03 m x 1,13 m
  • Rúllugardínur aftur í og gluggatjöld fyrir framrúðuna sem má nota til að hafa myrkur í svefnrýminu
  • Gluggi hægra megin aftur í sem færa má rafdrifið út
  • Litað svart gler aftur í sem veitir vörn gegn forvitnum augum og dregur úr hitunaráhrifum sólar

Lorem Ipsum