Marco Polo ACTIVITY | Mercedes-Benz-ferðabílar

Marco Polo ACTIVITY. 

Jafn fjölbreyttur og lífið sjálft.

Fyrst kemur fríið. Og síðan ánægjan.

Sveigjanlegi og hagkvæmi frístundabíllinn.

Slökkt á hversdeginum, kveikt á frítímanum! Marco Polo ACTIVITY er sveigjanlegur og hagkvæmur frístundabíll fyrir fjölskyldur og þá sem vilja skella sér með litlum fyrirvara í frístundirnar. Með hækkanlega þakinu og þriggja manna sætisbekknum sem þægilegum legubekk er hægt að töfra fram allt að fimm þægileg svefnpláss á örskotsstundu. Með hámarkshæð upp á 2350 mm, snúanlegum þægindasætum frammi í og felliborði ertu alltaf með þægilegan stað í nestisferðinni. Marco Polo ACTIVITY er alveg jafn fjölbreyttur þegar kemur að mismunandi drifum, því hann fæst bæði með aftur- og fjórhjóladrifi. Hversdags nýturðu líka góðs af lipurð hans og hæðinni sem er undir tveimur metrum og hentar fyrir alla algengustu bílskúra.

Fjölnota rými.

Sniðinn að fjölbreyttum lífsstíl.

Marco Polo ACTIVITY býður upp á rými sem má nota á margbreytilegan hátt og hentar bæði fyrir lengri og styttri ferðir. Þegar þægindasæti bílstjóra og framsætisfarþega er snúið við er hægt að sitja þægilega í hóp í kringum felliborðið og borða, spila eða skipuleggja. Hugvitssamleg atriði – eins og glasahöldurnar sem festa má upp og rafdrifnu gluggarnir sem færast út á við – gera samverustundina notalega. Rúmgott farangursrýmið getur auk þess geymt heilmikinn farangur, íþróttabúnað eða frístundabúnað.

AIRMATIC - Fyrsta flokks akstursþægindi og mikið öryggi.

Þægilegur

Fjöðrunin á hverju hjóli fyrir sig er stillt sjálfkrafa til samræmis við akstursskilyrði, hraða og undirlag hverju sinni auk þess sem bíllinn er hækkaður eða lækkaður eftir þörfum

Sjálfstæður

Hvort sem er á hraðbrautum eða vegarslóðum: Með AIRMATIC-loftfjöðruninni nýtur þú einstaklega þægilegs og öruggs aksturs, aukinnar torfærugetu og sportlegri aksturseiginleika.

Öruggur

Á vegarslóðum og í léttum torfærum stendur til dæmis meiri veghæð til boða þegar ekið er á litlum hraða. Þegar ekið er á meiri hraða, til dæmis á þjóðveginum, er bíllinn lækkaður lítillega.

Hönnun og lausnir.

Gefur ævintýrum þínum meiri stíl.

Viltu að ferðabíllinn þinn sé jafn einstakur og ferðalögin þín? Með sérútbúnaði fyrir allar þrjár Marco Polo-gerðirnar getur þú útfært bílinn í þínum stíl. Sægræn samanbrjótanleg hlífin á hækkanlega þakinu er einstaklega glæsileg. En það er ekki bara ytra útlitið sem gleður augað: Framop hækkanlega þaksins býður einnig upp á frábært útsýni úr þakrúminu. Fyrir hliðar bílsins eru fáanlegar skrautfilmur í möttum svörtum lit með sægrænum áherslum sem passa fullkomlega við samanbrjótanlegu hlífina. Filmurnar fást í þrenns konar hönnun og stærðum, alveg eins og þú vilt hafa þær.

Skrautfilmur

Með valfrjálsu skrautfilmunum í útfærslunum Small, Medium og Large verður ytra byrði bílsins enn glæsilegra.

Framop hækkanlega þaksins

Enn þægilegri svefnaðstaða: Til viðbótar við hliðaropin er hækkanlega þakið einnig fáanlegt með stórum framglugga.

Samanbrjótanleg hlíf í sægrænum lit

Með sægrænu samanbrjótanlegu hlífinni gerir þú glæsilegt útlit Marco Polo-ferðabílsins enn svipsterkara og persónulegra.

Frekari hönnunar- og þægindabúnaður, valfrjáls

Rafstýrði EASY-PACK-afturhlerinn og stemningslýsing á neðanverðu smáeldhúsinu eru dæmi um glæsilegan útbúnað sérútgáfunnar.

Upplifðu Marco Polo ACTIVITY núna.

[*] Frekari upplýsingar um uppgefna eldsneytisnotkun og uppgefna sértæka CO₂-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, CO₂-losun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem hægt er að fá ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH (www.dat.de).