Fyrst kemur fríið. Og síðan ánægjan.
Sveigjanlegi og hagkvæmi frístundabíllinn.
Fjölnota rými.
Sniðinn að fjölbreyttum lífsstíl.
Marco Polo ACTIVITY býður upp á rými sem má nota á margbreytilegan hátt og hentar bæði fyrir lengri og styttri ferðir. Þegar þægindasæti bílstjóra og framsætisfarþega er snúið við er hægt að sitja þægilega í hóp í kringum felliborðið og borða, spila eða skipuleggja. Hugvitssamleg atriði – eins og glasahöldurnar sem festa má upp og rafdrifnu gluggarnir sem færast út á við – gera samverustundina notalega. Rúmgott farangursrýmið getur auk þess geymt heilmikinn farangur, íþróttabúnað eða frístundabúnað.
Hrifning á sér engin takmörk.
Vandað og fjölbreytilegt innanrými
Sætisþægindapakkinn með hallastillingu á sessu býður upp á heilnæmari líkamsstöðu og gerir ferðalögin enn þægilegri.
Þægindasæti fyrir ökumann, hægt að snúa, þægindasæti fyrir framsætisfarþega, hægt að snúa, felliborð
Hægt er taka sér stutta og notalega hvíld í þriggja manna sætisbekknum sem þægilegum legubekk.
Í þakrúminu er svefnaðstaða fyrir tvo. Vinstra megin er LED-lesljós.
Rafdrifna sóllúgan sem má halla upp og renna inn býður upp á meiri loftræstingu og hleypir meira ljósi í innanrýmið.
Næsta ferðalag er handan við hornið. Það er öruggt!
Öryggis- og aðstoðarkerfi Marco Polo ACTIVITY geta létt undir með þér við nánast öll skilyrði og gert aksturinn þannig öruggari og afslappaðri.
DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun
Blindsvæðisvari
LED Intelligent Light System
Margmiðlun. Bein tenging.
Hljóðkerfi af nýjustu gerð bjóða upp á fjölda tengimöguleika í Marco Polo ACTIVITY. Með Bluetooth®-tengingunni er hægt að hringja með handfrjálsa búnaðinum í bílnum, sýna SMS-skilaboð eða spila tónlist. Audio 30 og Audio 40 er stjórnað á einfaldan og þægilegan hátt með 17,8 cm (7 tommu) stórum snertiskjá með mikilli upplausn. Og til þess að þú komist bæði fljótt og örugglega á leiðarenda sér Audio 40 með leiðsögukerfi með hörðum diski, þrívíddarkortum og Live Traffic Information til þess að þú getir sneitt hjá umferðarteppum og stytt aksturstímann.
Góð leiðsögn, nettenging og afþreying.
Audio 40 með 17,8 cm (7 tommu) snertiskjá hefur það fram yfir Audio 30 að bjóða upp á fljótvirkt leiðsögukerfi með hörðum diski ásamt fjölbreytilegum möguleikum í fjarskiptum og afþreyingu.
Audio 30 býður til dæmis upp á 17,8 cm (7 tommu) snertiskjá, tengingu fyrir snjallsíma, Bluetooth® og tvö USB-tengi sem sjá fyrir framúrskarandi upplýsingum, afþreyingu og tengimöguleikum.
Audio 10 býr yfir margs konar gagnlegum upplýsinga- og samskiptaeiginleikum: Handfrjáls búnaður og tónlistarstreymi með Bluetooth® sem og USB-C-tengi eru staðalbúnaður. Einnig er hægt að stjórna kerfinu með valfrjálsa aðgerðastýrinu.
Leyfðu farþegum þínum að njóta fyrsta flokks afþreyingar í fyrstu aftursætaröðinni: Með afþreyingar- og þægindabúnaðinum er rafmagnsinnstungu bætt við ökumanns- og farþegasætið þar sem meðal annars er hægt að stinga spjaldtölvum í samband. Þannig geta börn til dæmis stytt sér stundir á langferðum.