Marco Polo ACTIVITY. 

Jafn fjölbreyttur og lífið sjálft.

Fyrst kemur fríið. Og síðan ánægjan.

Sveigjanlegi og hagkvæmi frístundabíllinn.

Slökkt á hversdeginum, kveikt á frítímanum! Marco Polo ACTIVITY er sveigjanlegur og hagkvæmur frístundabíll fyrir fjölskyldur og þá sem vilja skella sér með litlum fyrirvara í frístundirnar. Með hækkanlega þakinu og þriggja manna sætisbekknum sem þægilegum legubekk er hægt að töfra fram allt að fimm þægileg svefnpláss á örskotsstundu. Með hámarkshæð upp á 2350 mm, snúanlegum þægindasætum frammi í og felliborði ertu alltaf með þægilegan stað í nestisferðinni. Marco Polo ACTIVITY er alveg jafn fjölbreyttur þegar kemur að mismunandi drifum, því hann fæst bæði með aftur- og fjórhjóladrifi. Hversdags nýturðu líka góðs af lipurð hans og hæðinni sem er undir tveimur metrum og hentar fyrir alla algengustu bílskúra.

Hönnun og lausnir.

Svefnstaður. Hvíldarstaður.

Þægilegt svefnpláss fyrir allt að fimm manns.

Hvort sem það er á ferðalagi, í fríinu eða dags daglega – Marco Polo ACTIVITY er með allt að fimm svefnpláss fyrir stuttar eða langar hvíldir. Undir hækkanlega þakinu er rúmgott og þægilegt svefnpláss fyrir tvo. Frauðdýnan með punktafjöðrun er sérstaklega þægileg. Niðri verður til sléttur flötur fyrir allt að þrjá til að liggja á þegar þriggja manna sætisbekkurinn með framlengingu fyrir rúm er dreginn út. Óska má eftir lituðu svörtu gleri sem ver gegn forvitnum augum og björtu ljósi.

Allt fyrir notaleg rólegheit.

  • Þakrúm fyrir tvö með rúmstæði upp á u.þ.b. 2,05 m x 1,13 m (u.þ.b. 200 kg heildarþungi) og hlífðarnet
  • Vönduð frauðdýna fyrir þakrúmið með punktafjöðrun og góðri loftun fyrir mjög þægilegan svefn
  • Þriggja manna sætisbekkur sem þægilegur legubekkur fyrir allt að þrjá með framlengingu fyrir rúm og rúmstæði upp á u.þ.b. 1,93 m x 1,35 m
  • Rafdrifinn gluggi sem færist út á við í farþegarýminu gefur auka loftræstingu
  • Myrkvunartjöld í aftursætum og frammi í þannig að dimmt verður í innanrýminu
  • Hitaeinangrandi gler allan hringinn, óska má eftir svartlituðu gleri aftur í

Fjölnota rými.

Sniðinn að fjölbreyttum lífsstíl.

Marco Polo ACTIVITY býður upp á rými sem má nota á margbreytilegan hátt og hentar bæði fyrir lengri og styttri ferðir. Þegar þægindasæti bílstjóra og framsætisfarþega er snúið við er hægt að sitja þægilega í hóp í kringum felliborðið og borða, spila eða skipuleggja. Hugvitssamleg atriði – eins og glasahöldurnar sem festa má upp og rafdrifnu gluggarnir sem færast út á við – gera samverustundina notalega. Rúmgott farangursrýmið getur auk þess geymt heilmikinn farangur, íþróttabúnað eða frístundabúnað.

Allt fyrir ferðina.

  • Þægindasæti fyrir bílstjóra og framsætisfarþega sem er hægt að snúa að aftursætunum þegar gert er hlé á akstri. Ásamt aftursætisbekknum mynda þau þannig notalega setustofu.
  • Felliborð sem færa má til á brautarkerfi, með tveimur samanfellanlegum borðplötum. Ef ekki er þörf á borðinu er einfaldlega hægt að fella það inn í borðsúluna.
  • Þriggja manna sætisbekkur sem þægilegur legubekkur með framlengingu fyrir rúm; hægt að breyta með nokkrum handtökum í rúmstæði, þangað má líka hlaða hlutum inn og stólana má færa til eftir brautakerfinu.
  • Tvær skúffur undir þriggja manna sætisbekknum sem þægilegum legubekk þar sem er til dæmis hægt að geyma sængur.

Lorem Ipsum