Þægileg áferð, fer vel í hendi.

Sportlegt þriggja arma aðgerðastýrið með aksturstölvu og 12 stjórnhnöppum fer vel í hendi og er þægilegt í notkun. Með stjórnhnöppunum á aðgerðastýrinu er hægt að stjórna upplýsingum og valmyndum í mælaborðinu með sem allra minnstri truflun á athygli sem beinist að umferðinni.

Með hnöppunum vinstra megin á stýrinu er hægt að fá aðgang að valmyndum. Hægra megin stjórnar bílstjórinn hljóðstyrk hljómflutningstækja, símans og leiðsöguupplýsinga. Einnig er hægt að slökkva á öllum hljóðum. Hnapparnir eru einnig notaðir til þess að svara símtölum og ljúka þeim.