Stöðugt og þægilegt hitastig í innanrými.
Hálfsjálfvirka loftkælingin TEMPMATIC eykur vellíðan með þægilegri stjórnun hita í innanrými og eykur öryggi ökumanns að því er varðar góðar vinnuaðstæður. Loftkælingin stjórnar hitastiginu í innanrýminu sjálfkrafa. Hægt er að stilla styrk loftræstingar og loftdreifingu handvirkt. Hitastýringin dregur einnig raka úr loftinu og kemur þannig í veg fyrir að móða setjist á rúður að innan. Innbyggð sía stöðvar þar að auki frjókorn og ryk.
Sé hringrásartakkanum haldið inn í u.þ.b. 2 sekúndur lokast allir rafdrifnir gluggar sjálfkrafa – fyrir utan gluggana aftur í sem opnast út á við. Sé takkanum aftur haldið lengi inni færast gluggarnir aftur í þá stöðu sem þeir voru upprunalega í.