Upplifðu það sem aðra dreymir um.
Rétti bíllinn í ferðalag með stíl.
Nákvæmlega það sem þú þarft.
MBUX (Mercedes-Benz User Experience) býður upp á upplýsingar, afþreyingu og tengimöguleika í Marco Polo. Það er svo einfalt að þú lærir fljótt á það og þú kaupir eingöngu þá eiginleika sem þú þarft á að halda.
Tiltekin þjónusta MBUX krefst valfrjálsrar og gjaldskyldrar þjónustu sem þarf að bóka sérstaklega í Mercedes me .
Fyrsta flokks þægindi í öllum sætum.
Það fer einstaklega vel um farþega þína á leiðinni í fríið á þriggja sæta bekknum í 2. sætisröð Marco Polo HORIZON, sem er staðalbúnaður. Með örfáum handtökum er hægt að breyta sætisbekknum í þægilegan legubekk fyrir allt að þrjá.
Hægt er að breyta fyrirkomulagi sæta meðal annars með fjórum stökum þægindasætum aftur í. Hægt er að nýta innanrýmið með enn sveigjanlegri hætti því með brautakerfinu má færa stólana fram og aftur eða taka þá úr.
Vandað og fjölbreytilegt innanrými
Þægindasæti fyrir ökumann, hægt að snúa, þægindasæti fyrir framsætisfarþega, hægt að snúa, felliborð
Þægindasæti fyrir ökumann, hægt að snúa, þægindasæti fyrir framsætisfarþega, hægt að snúa, felliborð
Þriggja manna sætisbekkur sem þægindalegubekkur, 2. sætaröð að aftan
Hækkanlegt þak, þakrúm, svefnaðstaða fyrir allt að tvo
Traustur förunautur bæði í fríinu og dags daglega.
Frístundabíll með skemmtilegum aksturseiginleikum: Öflug vélin, 9G-TRONIC-sjálfskiptingin og þrjú DYNAMIC SELECT-aksturskerfi sjá til þess að aksturinn verði lipur og skemmtilegur.
Hvort sem er við erfið akstursskilyrði eða á leiðinni til falinna draumastaða: Sítengda 4MATIC-fjórhjóladrifið gerir bílinn stöðugri í akstri og bætir aksturseiginleika.
Marco Polo HORIZON ekur nákvæmlega eins og þú vilt: Í boði eru aftur- og fjórhjóladrif sem og fjöðrunarútfærslur með áherslu á sportlegan akstur og þægindi.
Öryggis- og aðstoðarkerfi Marco Polo HORIZON geta létt undir með þér við nánast öll skilyrði og gert aksturinn þannig öruggari og afslappaðri.
Með blindsvæðisvaranum er öruggara að skipta milli akreina því kerfið getur varað þig við þegar þú sérð ekki bíl á næstu akrein.
Hönnun og lausnir.
Upplifðu Marco Polo HORIZON núna.
Hrifning á sér engin takmörk.
Vandað og fjölbreytilegt innanrými
Þægindasæti fyrir ökumann, hægt að snúa, þægindasæti fyrir framsætisfarþega, hægt að snúa, felliborð
Þægindasæti fyrir ökumann, hægt að snúa, þægindasæti fyrir framsætisfarþega, hægt að snúa, felliborð
Þriggja manna sætisbekkur sem þægindalegubekkur, 2. sætaröð að aftan
Hækkanlegt þak, þakrúm, svefnaðstaða fyrir allt að tvo
Úti er gaman. Inni er stíll.
Glæsilega innréttað rými fyrir allt að sjö manns.
Marco Polo HORIZON heillar mann með fullmótaðri innanrýmishönnun úr glæsilegu efni og með stílhreinum frágangi í stjórnrými. Hægt er að breyta innanrýminu með þægilegum snúningsstólunum fyrir bílstjóra og framsætisfarþega þannig að allir sitja í notalegum hring – með hentugu felliborði sé þess óskað.
Svefnstaður og rólegheit.
Endurnærandi svefn fyrir allt að fimm manns.
Sá sem verður fyrir miklum áhrifum ætti líka að geta notið þeirra í rólegheitum. Því ekkert er fegurra en að sofa á stað sem aðrir komast aðeins til í draumum sínum. Marco Polo HORIZON býður fimm ævintýramanneskjum upp á nákvæmlega þetta: Þakrúmið í hækkanlega þakinu hefur pláss fyrir tvo einstaklinga sem geta blundað áhyggjulausir í „himnarúminu“, á meðan þriggja manna sætisbekkurinn – lagður niður sem þægilegur legubekkur – er með þægilegt svefnpláss fyrir allt að þrjá. Til að geta notið svefnsins ótruflað eru myrkvunartjöld sett fyrir glugga sem skapa dimmu í innanrýminu og glugginn í farþegarýminu sem færist út á við gefur nauðsynlega loftræstingu.