Marco Polo HORIZON. Ævintýri með stíl.

Jafngóður á ferðalaginu og dags daglega.

Upplifðu það sem aðra dreymir um.

Rétti bíllinn í ferðalag með stíl.

Marco Polo HORIZON er sönn uppgötvun fyrir alla sem vilja fara fyrirvaralaust og með glæsibrag í ævintýraferðir. Hann kemur þér á draumastaðinn með lipurð og akstursþægindum sem búast má við í fólksbíl. Notalegt innanrýmið er tilvalið til að safna kröftum. Og eftir viðburðaríkan dag bíða eftir manni allt að fimm svefnpláss, þökk sé hækkanlega þakinu og þægilega legubekknum. Möguleikarnir sem felast í útbúnaði bílsins eru jafn einstakir og áfangastaðir þínir, frá þægindum og hönnun til margmiðlunar og aðstoðarkerfanna. Þú munt kunna að meta Marco Polo HORIZON jafnmikið í þínu daglega lífi eins og í frítímanum þökk sé framúrskarandi þægindum, sveigjanlegu skipulagi í rými og því að hæð bílsins er undir tveimur metrum og hann passar því í flesta bílskúra.

Hönnun og lausnir.

 1. Vistarverur og svefnaðstaða
 2. Öryggi
 3. Sparneytni
 4. Akstursgleði
Á ferðinni með stíl.

Í Marco Polo HORIZON geturðu notið meira í ferðalaginu en bara merkisstaðanna. Fullmótuð innanrýmishönnun úr glæsilegu efni og með stílhreinum frágangi í stjórnrými er augnakonfekt út af fyrir sig. Hægt er að auka glæsileika innanrýmisins enn frekar með einstökum hönnunarpökkum með leðurútbúnaði og skrauti. Allir geta spjallað auðveldlega saman í hóp í stílhreinu andrúmslofti þökk sé þægindasætum fyrir bílstjóra og framsætisfarþega sem auðvelt er að snúa. Eftir viðburðaríkan dag bíða þægilegi legubekkurinn og notalega þakrúmið eftir manni með sín fimm svefnpláss svo maður geti endurnærst fyrir næsta dag – því ævintýrin upplifir maður best þegar maður er vel útsofinn.

Mikið pláss fyrir öryggi.

Hvert sem þú ferð er öryggið ávallt með í för þökk sé staðalbúnaðinum ATTENTION ASSIST og hliðarvindshjálpinni. Framsækin, valfrjáls aðstoðar- og öryggiskerfi auka framúrskarandi öryggið enn frekar, eins og DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun1, skynvædd hemlunaraðstoð fyrir Marco Polo og Marco Polo HORIZON, COLLISION PREVENTION ASSIST fyrir Marco Polo ACTIVITY, akreina- og blindsvæðisvari sem og LED Intelligent Light System. Þannig vísa Marco Polo-frístunda- og ferðabílarnir öðrum bílum í sínum flokki veginn til framtíðar, þar sem þú og farþegar þínir getið notið hverrar ferðar til hins ítrasta. 

Hefur hæfileika frá náttúrunnar hendi – og drifkraft.

Marco Polo-frístunda- og ferðabílarnir eru einstaklega sparneytnir. Þannig leggur Mercedes-Benz sitt af mörkum fyrir framtíðina. Hvert sem þú ætlar þér að fara: Með afkastamiklum og sparneytnum vélum sem og framsækinni BlueEFFICIENCY-tækni heldur þú eldsneytisnotkun ávallt í lágmarki – án þess að það komi niður á þægindum eða lipurð í akstri.

Hrifning á sér engin takmörk.

Hvort sem um lengri eða styttri ferðalög er að ræða – með Marco Polo-frístunda- og ferðabílum er skemmtilegra að kveðja hversdaginn og halda af stað í fríið. Aflrásin og undirvagninn sameina lipra aksturseiginleika og einstök þægindi og koma þér á leiðarenda á kraftmikinn og sparneytinn hátt. Með kraftmiklu sítengdu 4MATIC-fjórhjóladrifinu fara þau létt með jafnvel erfiðustu vegi2 – þökk sé frábærri stýringu á togi og miklum stöðugleika í akstri. Um leið hafa þau jafngóð tök á sportlegum og þægilegum akstri með 7G-TRONIC PLUS-sjálfskiptingunni.3 Frábær hljóðdeyfing í innanrýminu lætur hvern farinn kílómetra verða jafnvel enn þægilegri.

1

DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun er aðeins í boði fyrir Marco Polo og Marco Polo HORIZON.

2

Í boði sem aukabúnaður fyrir ákveðnar vélargerðir.

3

Allt eftir vélargerð er sjálfskiptingin 7G-TRONIC PLUS staðalbúnaður eða fáanleg sem aukabúnaður.

Úti er gaman. Inni er stíll.

Glæsilega innréttað rými fyrir allt að sjö manns.

Marco Polo HORIZON heillar mann með fullmótaðri innanrýmishönnun úr glæsilegu efni og með stílhreinum frágangi í stjórnrými. Hægt er að breyta innanrýminu með þægilegum snúningsstólunum fyrir bílstjóra og framsætisfarþega þannig að allir sitja í notalegum hring – með hentugu felliborði sé þess óskað.

Fjölbreytilegt rými til að ferðast með stíl.

 • Með einu handtaki er hægt að láta snúanlegu þægindasætin fyrir bílstjóra og framsætisfarþega breyta rýminu í þægilegt rými þar sem allir sitja saman og spjalla
 • Felliborð sem færa má til á brautarkerfi, með tveimur samanfellanlegum borðplötum, aukabúnaður
 • Hönnunarpakki fyrir innanrými gerir innanrýmið flottara, m.a. með glæsilegum leðurútbúnaði og hrífandi skrauti, og gefur því einstakan og sportlegan blæ, aukabúnaður
 • Premium-pakki fyrir innanrými gerir innanrýmið flottara, meðal annars með einstökum útbúnaði í Nappa-leðri og aðlaðandi skrauti, og gefur því hágæða glæsileika, aukabúnaður
 • Hálfsjálfvirk TEMPMATIC-loftkæling
 • Stemningslýsing í stjórnrými og aftur í eða stemningslýsing í stjórnrými, aukabúnaður
 • Aukalofthitun í kyrrstöðu, aukabúnaður
 • Auka vatnshitaveita, aukabúnaður
 • Markísa á hlið, silfurlituð eða steingrá, ver gegn rigningu og sól við hægri hlið þaksins, aukabúnaður

Svefnstaður og rólegheit.

Endurnærandi svefn fyrir allt að fimm manns.

Sá sem verður fyrir miklum áhrifum ætti líka að geta notið þeirra í rólegheitum. Því ekkert er fegurra en að sofa á stað sem aðrir komast aðeins til í draumum sínum. Marco Polo HORIZON býður fimm ævintýramanneskjum upp á nákvæmlega þetta: Þakrúmið í hækkanlega þakinu hefur pláss fyrir tvo einstaklinga sem geta blundað áhyggjulausir í „himnarúminu“, á meðan þriggja manna sætisbekkurinn – lagður niður sem þægilegur legubekkur – er með þægilegt svefnpláss fyrir allt að þrjá. Til að geta notið svefnsins ótruflað eru myrkvunartjöld sett fyrir glugga sem skapa dimmu í innanrýminu og glugginn í farþegarýminu sem færist út á við gefur nauðsynlega loftræstingu.

Allt fyrir endurnærandi svefn.

 • Vélrænt hækkanlegt þak með þakrúmi fyrir tvo með rúmstæði upp á u.þ.b. 2,05 m x 1,13 m (u.þ.b. 200 kg heildarþungi) og hlífðarnet
 • Vönduð frauðdýna fyrir þakrúmið með punktafjöðrun og góðri loftun fyrir mjög þægilegan svefn
 • Þriggja manna sætisbekkur sem þægilegur legubekkur fyrir allt að þrjá einstaklinga með framlengingu fyrir rúm og rúmstæði upp á u.þ.b. 1,93 m x 1,35 m
 • Rafdrifinn gluggi sem færist út á við í farþegarýminu gefur auka loftræstingu
 • Myrkvunartjöld í aftursætum og frammi í þannig að dimmt verður í innanrýminu