Aksturskerfi sem hægt er að velja úr.
Með Sport-aksturskerfinu er til dæmis hægt að lækka undirvagninn handvirkt um 10 mm óháð hraða. Á vondum vegum eða í léttum torfærum er hægt að nota „Lift“-kerfið til að hækka bílinn um allt að 35 mm á hraða sem er allt að 30 km/klst. Í kerfunum „Comfort/Manual“ er ekið í sjálfgefinni hæð á hraða allt að 110 km/klst.
Óháð því hvaða aksturskerfi er valið starfar loftknúin hæðarstillingin á alsjálfvirkan hátt óháð farmþunga. Jafnvel þegar ekið er með eftirvagn sér þetta til þess að aksturinn verður mýkri, stöðugri og þægilegri en með öðrum fjöðrunarkerfum.