Tæknilegar upplýsingar, mál og þyngdir Marco Polo.
Vélar.
Vélargerðir með mikið tog og aukna skilvirkni.
Þrjár kraftmiklu fjögurra strokka dísilvélargerðirnar gera aksturinn ánægjulegri með snarpri akstursgetu og lítilli eldsneytisnotkun. BlueEFFICIENCY-pakkinn með ECO Start-Stop-virkninni og 12 V 95 Ah AGM-rafgeymi er staðalbúnaður. Einkum stærstu vélargerðirnar með 140 kW (190 hö.) afli og hámarkstogi upp á 440 Nm skila skemmtilegum aksturseiginleikum með lítilli eldsneytisnotkun. Vélargerðirnar uppfylla kröfur losunarflokks Euro 6c M1 í staðalútfærslu.
Vélar og eldsneytisnotkun.
Aukabúnaður og upprunalegir fylgihlutir (t.d. þakgrind, hjólagrind o.s.frv.) geta valdið breytingum á viðeigandi eiginleikum bílsins, eins og t.d. þyngd, veltiviðnámi og loftmótstöðu og ásamt umferðar- og veðurskilyrðum haft áhrif á eyðslu og akstursgetu.