Áhrif á viðskiptavini I Mercedes-Benz
Mercedes-Benz WLTP áhrif á viðskiptavini

Áhrif á viðskiptavini.

Samræmd vottun, mismunandi skattlagning.

Áhrif á bifreiðaskatt.

Í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins er CO2-útblástur ökutækis einnig notaður fyrir skattstofninn – þetta er á ábyrgð viðkomandi innlendra stjórnvalda. Í flestum Evrópulöndum þar sem skattstofninn fer eftir CO2 hafa þó engar bindandi ákvarðanir verið teknar um hvernig skattleggja eigi WLTP-vottuð ökutæki. Almennt verða aðildarríki ESB að hafa breytt útreikningu skattstofnins eftir 01.01.2021.

Gera má ráð fyrir því að CO2-losun verði hærri samkvæmt WLTP-ferlinu en NEFZ-ferlinu. Ef skattformúlum verður ekki breytt því til samræmis leiðir það til hærri bifreiðaskatta.  

Minni eyðsla strax frá upphafi.

Eyðslustýring með CO2-stillinum.

Með nýja WLTP-vottunarferlinu getur þú hafið eldsneytissparnað strax við samsetningu ökutækisins. Því Mercedes-Benz Vans sýnir tiltekin CO2-losunargildi með gagnsæjum hætti fyrir hvert og eitt ökutæki. Þannig veistu strax við samsetningu ökutækisins hvaða áhrif útbúnaður ökutækisins hefur á eldsneytiseyðsluna.

Hægt er að minnka þyngd ökutækisins með léttari íhlutum, til dæmis GfK-afturfjöðruninni hjá Sprinter, en hún minnkar þyngd ökutækisins um 12 kg. Þú getur einnig bætt loftmótsstöðuna með því að hafa felgurnar eins lokaðar og hægt er og nota ásettan búnað eða undirklæðningu með litla loftmótsstöðu. Hægt er að minnka dekkjamótstöðuna, til dæmis, með viðeigandi hjólbörðum. Þannig getur þú ekki eingöngu útbúið ökutækið þitt í samræmi við notkun þess og þægindi heldur líka þannig að það eyði minna eldsneyti.