Útblásturslofttegundir I Mercedes-Benz
Útblásturslofttegundir sprengihreyfla Mercedes-Benz

Minni losun á skaðlegum efnum fyrir umhverfið.

2 útblásturslofttegundir: CO2-útblástur og skaðleg efni.

Sprengihreyflar gefa í meginatriðum frá sér tvær tegundir af útblæstri. Í fyrsta lagi CO2-útblástur og í öðru lagi skaðleg efni eins og nituroxíð. Vaxandi hlutfall CO2 í andrúmslofti er sagt bera ábyrgð á hlýnun loftslags. CO2-losun ökutækis er hlutfallslega í samræmi við magn eldsneytisins sem notað hefur verið.

Til að bæta loftgæði – einkum í borgum – þarft að uppfylla kröfuhörð mörk skaðlegra efna á mismunandi stigum í útblástursstaðlinum Euro-6. Áhersla er einkum á nituroxíð (NOx) og fínt svifryk. Nituroxíð myndast þegar nitur hvarfast við súrefni. Vegna fjölda oxunarstiga og nitur-súrefnissambanda er nituroxíð skammstafað NOx. Við skilgreiningu á gildismörkum fyrir agnir skiptir fínt svifryk, sem getur borist óhindrað í gegnum síukerfi slímhúðar manna, sérstaklega miklu máli. Önnur efnasambönd, sem skipta máli við vottun ökutækja samkvæmt mismunandi stigum Euro-6-útblástursstaðalsins þegar kemur að mörkum skaðlegra efna, má til að mynda nefna kolmónoxíð (CO) og vetniskolefni (HC).