
Agna- og kolefnaútblástur mældur á götum úti.
Real Driving Emissions (RDE).
Í nýja vottunarferlinu er útblástur skaðlegra efna við raunverulega notkun ökutækja á götum mældur. Nýjustu útblástursstaðlarnir Euro 6C, Euro 6d-TEMP og Euro 6d innihalda, auk WLTP-vottunarinnar sem fer fram á rannsóknarstofu, mælingu á losun skaðlegra efna á götum úti. Útreikningur á „Real Driving Emissions“, skammstafað RDE, á að tryggja að ekki sé farið yfir skaðsemismörk hvað varðar nituroxíð og agnafjölda, ekki bara á rannsóknarstofum heldur einnig í raunverulegri umferð. Til þess eru sett PEMS-tæki (Portable Emission Measurement System) á ökutækið og hluti skaðlegra efna í útblæstri mældur í akstri.
Svonefndur samræmisstuðull (Conformity Factor, CF) veitir upplýsingar um hversu hærri mældu gildin í umferð á götum mega vera samanborið við Euro-6-rannsóknarstofugildin. Eftir umskiptaferli mega gildin fyrir nituroxíð og agnafjölda hjá útblástursstaðlinum Euro 6d vera 50 % hærri en gildin sem kveðið er á um á rannsóknarstofunni. Þessi viðbót er fyrir vikmörk í mælingum færanlegu tækjanna í RDE-prófununum og á að fara árlega yfir hana og lækka ef þörf krefur.