Björgunarlímmiði fyrir einkaaðila | Mercedes-Benz
Björgunarlímmiðinn frá Mercedes-Benz

Þegar hver sekúnda skiptir máli.

Notaðu límmiða með QR-kóða til að finna rétta björgunarkortið hraðar.

Þegar slys á sér stað skiptir hver sekúnda máli við björgun þeirra sem eru í bílnum. Af þessum sökum hefur Mercedes-Benz kynnt til sögunnar litla en mjög áhrifaríka nýjung sem gerir kleift að miðla öryggisupplýsingum fljótt til björgunaraðila á slysstað.

Með því að skanna QR-kóðann með snjallsíma eða spjaldtölvu er nýjasta björgunarkort bílsins sýnt1. Þannig geta björgunaraðilar strax séð hvar öryggispúðar, rafgeymir, tankar, rafmagnsleiðslur, þrýstitjakkar og mikilvægir íhlutir fyrir björgun eru staðsettir. Þessi einfalda nýjung gefur björgunaraðilum mikilvægt forskot í kapphlaupinu við tímann. Með QR-kóðanum geta þeir brugðist hraðar við og í neyðartilvikum geta límmiðarnir þannig hjálpað til við að bjarga mannslífum!

Einfalt er að bæta límmiðunum með QR-kóðunum við, en þeir eru í boði fyrir Mercedes-Benz sendibíla frá og með árgerð 1996 hjá þjónustuumboðum Mercedes-Benz.

1

Skilyrði er að internettenging sé fyrir hendi.

„Í hverjum bíl eru ákveðin svæði sem við getum ekki skorið í án þess að stefna farþegum eða okkur sjálfum í hættu. Þess vegna er mikilvægt að geta einnig nálgast þessar lífsnauðsynlegu upplýsingar utan frá. … Það sparar okkur dýrmætan tíma á staðnum. Oft skiptir hver sekúnda máli og öll aðstoð er dýrmæt.“

Oliver H., slökkviliðsmaður, í viðtali við Mercedes-Benz um nýja björgunarlímmiðann.