Sprinter-pallbíll | Mercedes-Benz Transporter

Traustur og kraftmikill, Sprinter pallbíllinn.

Framsækinn, hagkvæmur og áreiðanlegur.

Framsækinn, hagkvæmur og áreiðanlegur.

Sprinter er svo fjölbreyttur að þú finnur þann sem hentar fullkomlega í þá flutninga sem þú sérð um. Nýir Sprinter pallbíllinn er ótrúlega fjölbreyttur með þremur mismunandi lengdum, einfalt eða tvöfalt hús og hleðsluflöt allt að 9,2 m2. Fjölmargar útgáfur hans og útbúnaður bjóða upp á hagkvæma bíla í grunnútgáfu sem og bíla sem eru hlaðnir aukabúnaði.

Bílstjórar njóta góðs af snjallri hönnun stjórntækja og mæla sem og einingaskiptu geymslukerfi sem má laga sérstaklega að þörfum hverju sinni, rétt eins og þú getur valið hvaða margmiðlunar- og aðstoðarkerfi eiga að vera til staðar. Það gamla og góða er auðvitað enn til staðar. Til dæmis er enn hægt að nota margar lausnir til að breyta og bæta við uppsetningu bílsins án þess að fara út í stórtækar aðgerðir.

Með krafti frumkvöðulsins og meira en 20 ára reynslu leggur Sprinter nú enn á ný hornstein að framsækinni, hagkvæmri og áreiðanlegri samgöngulausn sem færir fyrirtækið þitt fram eftir vegi.

Hönnun og lausnir.

  1. Hönnun
  2. Tenging
  3. Lausnir fyrir atvinnugreinar
  4. Öryggi
  5. Hagkvæmni
Falleg og hagkvæm hönnun.

Hús nýja Sprinter-pallbílsins er hápunktur út af fyrir sig með dæmigerðri Mercedes-Benz-klæðningu grills og nútímalegum aðalljósum. Ökumannsrýmið var einnig endurhannað og sannar gildi sitt bæði með vandaðri hönnun og framúrskarandi virkni. Til dæmis með hugvitssamlegu og einingaskiptu geymslukerfi og KEYLESS-START.

Allt að 9,2 m2 stór hleðsluflöturinn er afmarkaður með hágæða álhliðum. Þannig er maður kominn með sterkan hleðsluflöt fyrir vörubretti sem getur tekið tvö 1.200 x 1.000 mm iðnaðarbretti hlið við hlið. Hægt er að fá geymslukassa hægra og vinstra megin undir pallinum til að geyma til dæmis verkfæri eða efni á læstum og vatnsþéttum stað. Þeir eru með rúmtak upp á 30 lítra

Aðrir góðir kostir eru hið fjölbreytta úrval drifkerfa. Allt eftir notkunarsviði og þeirri akstursgetu sem óskað er eftir má panta Sprinter pallbílinn með fram-, aftur- eða fjórhjóladrifi. Skipt er um gíra annaðhvort beinskipt með sex gíra beinskiptingu eða sjálfskipt með 7G-TRONIC PLUS eða með sjálfskiptingunni 9G-TRONIC sem er einstök í sínum flokki1.

Þinn hreyfanleiki 4.0.

Til að gera vinnuna eins hagkvæma og þægilega og mögulegt er má fá mismunandi útvörp, margmiðlunarkerfi og tengjanleikalausnir fyrir Sprinter. Allt eftir þörfum má velja úr festingu fyrir farsíma, útvarpi með Bluetooth®-tengi og handfrjálsum búnaði, margmiðlunarkerfi með snertiskjá í hárri upplausn, hraðvirku leiðsögukerfi með hörðum diski með þrívíddarframsetningu á kortum og samþættingu við snjallsíma.. Stjórnunin er eins og hún á að vera, einföld. Til dæmis er hægt að stjórna margmiðlunarkerfunum með snertiskjánum eða með snertihnappinum á aðgerðastýrinu. Gott aðgengi er að öllum stjórn- og mælabúnaði og þægilegt að lesa á hann.
Þar sem stafrænar lausnir tilheyra atvinnulífi nútímans létum við útbúa Sprinter með innbyggðri fjarskiptaeiningu sem leggur grunninn að stöðugri nettengingu bílsins. 

Þar sem er flutningsbeiðni, þar er líka Sprinter.

Sprinter pallbíllinn hefur marga möguleika með sínum allt að 9,2 m2 hleðslufleti. Einfalt eða tvöfalt hús sem og þrjár mismunandi lengdir eru grunnurinn að áhrifamiklu úrvali. Úrvalið eykst enn með fjórum vélargerðum, fjölbreyttum sérútbúnaði, útgáfum undirvagns og lausnum og viðbótum sem eru sniðnar að tilteknum atvinnugreinum. Þannig geturðu sett saman bíl með leyfilegri heildarþyngd upp á allt að 5.500 kg. Eftir þörfum er hægt að hengja allt að 3.500 kg aftan í. Hægt er að fá geymslukassa hægra og vinstra megin undir pallinum til að geyma til dæmis verkfæri á læstum og vatnsþéttum stað.

Greiðir leið þína til árangurs.

Sprinter pallbíllinn er hannaður fyrir öryggi frá upphafi til enda. Traustur grunnur er yfirbyggingin sem er sérstaklega stöðug sökum byggingar sinnar og samsetningar efna í henni.

Við það bætast hin ótalmörgu aðstoðarkerfi. Því jafnvel reyndustu ökumenn lenda í aðstæðum þar sem stuðningur getur komið sér vel og er tekið fagnandi. Úrvalið nær frá hliðarvindshjálp sem staðalbúnaðar til virkrar hemlunaraðstoðar og akreinavara – sem bæði eru staðalbúnaður fyrir bíla með leyfilegri heildarþyngd yfir 3.500 kg. Í myrkri eru LED High Performance-aðalljósin í boði sem aukabúnaður, en þau lýsa akbrautina vítt og breytt upp.

Ef illa fer getur loftpúðinn, sem er staðalbúnaður, verndað ökumann í árekstri. Hægt er að fá fimm aukalega loftpúða fyrir ökumann og farþega frammi í.

Hagkvæmur þegar á þarf að halda.

Með Sprinter hefurðu valið bíl sem hefur sannað hagkvæmni sína á áhrifaríkan hátt í meira en 20 ár. Nýi Sprinter pallbíllinn heldur nú áfram á þessari braut með þrautreyndum gæðum og áreiðanleika. Þú nýtur einnig góðs af hagkvæmni bílsins alveg frá upphafi með fjölmörgum uppsetningarmöguleikum þar sem þú pantar eingöngu það sem þú þarft í raun og veru.

Þar sem við viljum gjarnan bæta það sem gott er höfum við gert dísilvélar okkar enn sparneytnari. Annað sem eykur hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins þíns er aukna hleðslugetan sem fæst með valfrjálsa 50 lítra aðaltankinum2 og valfrjálsri afturfjöðrun úr glertrefjastyrktu plasti (GRP).

Þannig sameinar Sprinter-pallbíllinn sparneytni og snjalla eiginleika svo úr verður lausn sem er hagkvæm frá öllum hliðum séð.

1

Aðeins með framdrifi.

2

Hægt er að fá 50 lítra aðaltank fyrir Sprinter-pallbíl með framdrifi.

Lagar sig að nær öllum kröfum.

Svona fjölbreyttir geta flutningar verið.

Fjölmargar útgáfur bílsins bjóða upp á að láta laga undirvagninn og pallbílinn nákvæmlega að fyrirhuguðum verkefnum. Í löngu útgáfu bílsins og með staðlað hús er hleðsluflötur pallbílsins í sinni stærstu mynd. Ef hleðslugeta er það mikilvægasta er best að aka á 5.500 kg þyngdarútgáfunni. Í einfalda húsinu er pláss fyrir allt að þrjá einstaklinga, en í tvöfalda húsinu geta lítil teymi með allt að sjö manns keyrt á athafnasvæðið. Fyrir sérstakar kröfur ákveðinna geira atvinnulífsins er þar að auki hægt að fá fjölmargar viðbætur og sérútbúnað í gæðum sem hafa löngu sannað sig.

Yfirlit yfir fjölbreytni Sprinter-grindarbíls og -pallbíls:

  • 3 mismunandi lengdir: stuttur, millilangur og langur
  • 2 hús: einfalt hús og tvöfalt hús
  • Hleðsluflötur allt að 9,2 m² fyrir pallbílinn
  • Fæst með 3.000 kg, 3.500 kg, 4.100 kg og 5.000 kg leyfilegri heildarþyngd,
  • fjölbreyttar útgáfur fyrir hleðslu og affermingu með leyfilega heildarþyngd allt að 5.500 kg
  • Hámarkshleðslugeta upp á meira en 3.000 kg í 5.500 kg þyngdarútgáfunni
  • Fæst með fram-, aftur- og fjórhjóladrifi

Auðveldar erfiða vinnu.

Sprinter-pallbíll

Mercedes PRO: Einfaldar og eykur hraða í þínum rekstri.

Finndu réttu lausnirnar fyrir þinn Sprinter.

Sérsniðnar lausnir fyrir yfirbyggingu.

Svo flutningabíllinn uppfylli allar þínar faglegu kröfur.

Séu þarfir þínar dálítið sértækari getur vel verið að Mercedes-Benz hafi réttu lausnina fyrir þig. Við aðstoðum þig og bjóðum þér traustar og sérlega hentugar lausnir fyrir yfirbygginguna, beint frá okkur eða frá viðurkenndum samstarfsaðilum okkar. Þannig ertu klár í framkvæmdirnar eða sendingarþjónustuna.