Allt að 153 km akstur á rafmagni.
eSprinter er framsækin samgöngulausn fyrir þig þegar bíllinn þinn á fyrst og fremst að aka í þéttbýli á fyrirsjáanlegan hátt. Skilvirkur rafbíll með að hámarki 85 kW (116 hö.) lætur bílinn vera nákvæmlega jafn áreiðanlegan, hagkvæman og sveigjanlegan eins og þú hefur mátt vænta af Sprinter-bílum í 25 ár.
Panta má eSprinter í millilangri útfærslu (A2). Hleðslurýmið er 11 m³ og skerðist á engan hátt vegna rafdrifsins. Burðargetan er allt að 716 kg.
Hápunktar.
Ef þú ert að íhuga að skipta yfir í rafbíl muntu fljótlega komast að því að málið snýst um mun meira en bara rafbílinn. Þess vegna vinna sérfræðingar okkar að þróun og hönnun sem hentar sérhverju fyrirtæki og í samráði við þig – það er eVan-úrvalið okkar. Það nær meðal annars til þess að setja upp hentuga innviði fyrir hleðslustöðvar, að veita þjónustu á staðnum og bjóða upp á tengimöguleika.
Helstu fyrirheit sem vörumerkið Mercedes-Benz Vans gefur, eins og vinnuvistfræði, öryggi á vinnustað, þægindi og öryggi eru að sjálfsögðu einnig styrkleikar sem eSprinter státar af.
Þú getur sniðið drægi og hleðslugetu eSprinter-sendibílsins að þínum þörfum. Fyrst er að velja þá stærð rafhlöðu sem hentar þér: staðalútgáfan er með 35 kWh nýtilegt orkumagn sem gefur mestu hleðslugetuna sem er að hámarki um XXX kg. Fyrir lengri ferðir kýstu valfrjálsu rafhlöðuna með 47 kWh nýtilegt orkumagn. Með Combined Charging System (CCS) og valfrjálsri hleðslugetu upp á að hámarki 80 kW er eSprinter einnig mjög sveigjanlegur þegar kemur að hleðslu. Heildarlausnir eru einnig í boði fyrir þarfir tiltekinna atvinnugreina sem og lausnir fyrir yfirbyggingar og breytingar.
Aflmikill rafmótorinn býður upp á mikið tog og þýðan gang. Samanborið við brunahreyfil er rafmótorinn mun skilvirkari, gengur nánast hljóðlaust og skilar hámarkstogi strax við fyrsta snúning. Ef rafmagnið fyrir rafbílinn er fengið úr umhverfisvænum orkugjöfum felur notkun hans ekki í sér neina skaðlega losun. Það gerir rafmótorinn að hagkvæmum og vistvænum kosti til framtíðar í þéttbýli þar sem mengun er mikil og gerðar eru sífellt strangari kröfur um losun. Við það bætist svo að rafmótorar slitna síður og þarfnast minna viðhalds en brunahreyflar.
Að baki hverjum Sprinter-bíl býr 25 ára reynsla og eSprinter byggir á þessum grunni. Þú nýtur einnig góðs af einingum rafdrifsins því notaðir eru íhlutir sem hafa sýnt að þeir reynast vel. Íhlutir eSprinter eiga uppruna sinn í þróun fólksbíla og hafa nú þegar verið notaðir í nokkur ár í nýorkubílum.
Þú færð afhentan þaulprófaðan bíl í Mercedes-Benz-gæðum með rafmagnsdrifi og miðstöð sem hafa gengist undir ítarlegar vetrarprófanir okkar við hitastig allt niður í -30 °C.
Sveigjanlegur hvað varðar stærð rafhlöðu og gerðir hleðslustöðva.
Það tekur 20 mínútur að ná 80% hleðslu.
Hleðslukerfið Combined Charging System (CCS) sér til þess að þú getir hlaðið eSprinter bæði á almennum hleðslustöðvum og vegghleðslustöðvum: Bíllinn hleður sig með að hámarki 7,4 kW og riðstraumi (AC) sem og með að hámarki 20 kW og jafnstraumi (DC). Með valbúnaði fyrir DC-hleðsluafl upp á að hámarki 80 kW er hægt að hlaða staðalgerð háspennurafhlöðunnar (35 kWh) úr 10 upp í 80% á aðeins 20 mínútum í DC-hraðhleðslustöð.
Til að hlaða bílinn er CCS-kló hleðslusnúrunnar einfaldlega stungið í CCS-hleðslutengið (Combo 2) á grillinu. Í þeim tilvikum þar sem vegghleðslustöð eða hleðslustöð er ekki í boði er einnig hægt að hlaða rafhlöðuna í venjulegri heimilisinnstungu.
Framúrskarandi öryggi með rafmagnsdrifi.
Vel varið háspennukerfi.
Rafknúnu sendibílarnir frá Mercedes-Benz gangast undir sambærilegt eftirlit og árekstraprófanir eins og bíll með brunahreyfil. Þegar kemur að öryggi eru þeir því í fremstu röð, eins og vænta má af Mercedes-Benz.
Aflrásin, háspennurafhlaðan og háspennuleiðslurnar eru felldar inn í grind sem ver þær. Hlífðarplata ver rafhlöðukerfið að auki fyrir skemmdum að neðanverðu. Allar háspennuleiðslurnar eru einstaklega vel einangraðar.
Þegar árekstrarskynjarar bílsins greina að alvarlegt óhapp á sér stað er straumurinn umsvifalaust tekinn af bílnum.
Ótakmarkað hleðslurými með rafdrifinu.
Hjólaskálar sem má hlaða á
Festibrautarkerfi
LED-ljósaborði í hleðslurými
Þrjár mismunandi klæðningar í innanrými
Plastgólf
Algengar spurningar
-
Hvernig hleð ég eSprinter-bílinn minn?
Hægt er að hlaða bílinn á mismunandi vegu. Nærliggjandi: Mercedes-Benz Wallbox-vegghleðslustöð eða hleðslulausn sem við sérsníðum fyrir þig hjá vinnustaðnum. Við það bætast síðan sífellt fleiri almennar hleðslustöðvar. Með DC-hraðhleðslustöð er hægt að hlaða eSprinter úr 10 upp í 80% með að hámarki 80 kW hleðsluafli á um 20 mínútum. DC-hraðhleðslumöguleiki með að hámarki 20 kW er þegar innifalinn í staðalútfærslu.
-
Hver er munurinn á AC- og DC-hleðslu?
Rafhlaðan er alltaf hlaðin með jafnstraumi (DC) eins og stendur til boða beint á DC-hraðhleðslustöðvum. Með miklu hleðsluafli gengur hleðslan þá hratt fyrir sig. Við AC-hleðslu með vegghleðslustöðvum eða venjulegum heimilisinnstungum er riðstraumur (AC) tekinn inn í bílinn. Innbyggt AC-hleðslutæki í bílnum umbreytir riðstraumnum síðan yfir í jafnstraum áður en honum er veitt inn á rafhlöðuna.
-
Fylgir hleðslusnúra með afhentum búnaði við kaup?
Hleðslusnúra fylgir ekki með rafknúnum sendibílum frá Mercedes-Benz. Hægt er að panta 4 hleðslusnúrur með hleðslukló af gerð 2 frá verksmiðju. Snúrurnar eru ýmist 4, 5 eða 8 m á lengd og hægt er að velja á milli eins og tveggja fasa hleðslu. Frekari upplýsingar um hleðslusnúrur fást hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.
-
Hentar rafknúinn sendibíll frá Mercedes-Benz í daglegum akstri hjá mér?
Með EQ Ready-appinu geturðu undirbúið rafvæðinguna betur. Þú getur til dæmis séð hvort rafknúinn sendibíll frá Mercedes-Benz komi þér í gegnum vinnudaginn á aðeins einni hleðslu: Þetta ókeypis app greinir daglegar akstursleiðir hjá þér og aksturslag. Aksturssniðið sem er útbúið sýnir þér svo hvort rafknúinn sendibíll er álitlegur kostur fyrir þig. Þú færð frekari svör við spurningum um rafknúinn akstur hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.
-
Hvernig keyri ég eSprinter á sem skilvirkastan hátt?
Þrjú mismunandi aksturskerfi og fjórar endurnýtingarstillingar aðstoða þig við að aka á skilvirkan hátt. Báðir þessir eiginleikar gera þér kleift að minnka orkunotkunina og auka þannig drægi rafknúna sendibílsins.
-
Get ég hlaðið jafnmiklum farmi í eSprinter-sendibílinn og í bíl með brunahreyfli?
eSprinter býður upp á sama ríflega hleðslurými og venjulegur Sprinter með brunahreyfli, þar sem rafhlöðurnar eru staðsettar í undirvagni bílsins. Með allt að 11 m3 hleðslurými fer hann létt með verkefni dagsins. Með 35 kWh nýtilegu orkumagni rafhlöðu staðalgerðarinnar færðu mikla hleðslugetu. Með 47 kWh orkumagni rafhlöðu eykst drægið, en aftur á móti er hleðslugetan eitthvað minni þar sem rafhlaðan er þyngri.
-
Hvað eru endurnýtingarstillingar?
Endurnýting orku felur í sér að orka er endurheimt þegar dregið er úr hraða bílsins. Þegar ekið er niður brekkur er orkunni til dæmis veitt aftur inn á rafhlöðuna í stað þess að láta hana fara til spillis í formi varma. Hægt er að stilla hversu mikil orka er endurheimt í 4 þrepum með gírskiptiflipunum í stýrinu: D++ (0 m/s²), D+ (-0,5 m/s²), D (-1,0 m/s²), D- (-1,5 m/s²).
-
Hversu hratt get ég ekið á eSprinter?
Miða skal hámarkshraðann við það hvernig bíllinn er notaður. Er bílnum fyrst og fremst ekið innanbæjar eða er honum oft ekið á þjóðveginum? Í staðalútfærslu er hámarkshraði rafknúna sendibílsins 80 km/klst. Með viðeigandi aukabúnaði er hægt að auka hámarkshraðann upp í 100 km/klst. eða 120 km/klst. Hins vegar skal hafa í huga að aukinn hraði kemur yfirleitt niður á dræginu.
-
Hvaða stærðir rafhlöðu get ég pantað?
Í staðalútgáfu er eSprinter-bíllinn með 35 kWh nýtilegt orkumagn rafhlöðu. Fyrir enn meira drægi geturðu einnig pantað rafhlöðu með 47 kWh. Frekari upplýsingar um stærðir rafhlaðna og drægi fást hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.
-
Hversu langt er hægt að aka rafknúnum sendibíl frá Mercedes-Benz á einni hleðslu við daglega notkun?
Drægi rafknúna sendibílsins frá Mercedes-Benz fer fyrst og fremst eftir útfærslu bílsins, einkum því hvaða hámarkshraði er valinn. Raunverulegt drægi veltur auk þess á einstaklingsbundnu aksturslagi, aðstæðum á vegum og í umferð, útihitastigi, notkun loftkælingar/miðstöðvar og annars búnaðar sem gengur fyrir rafmagni. Aflvísirinn og endurnýtingarstillingarnar hjálpa ökumanni að nýta hleðsluna á rafhlöðunni eins vel og kostur er og hámarka þannig drægið.
-
Hvernig hleðslukló nota ég til að hlaða eSprinter?
Hleðslukerfið Combined Charging System (CCS) sér til þess að þú getir hlaðið eSprinter með sveigjanlegum hætti á almennum hleðslustöðvum og vegghleðslustöðvum: Bíllinn hleður sig með að hámarki 7,4 kW og riðstraumi (AC) sem og með að hámarki 20 kW og jafnstraumi (DC). Með viðeigandi aukabúnaði er jafnframt hægt að hlaða bílinn á fljótlegan hátt á DC-hraðhleðslustöðvum með að hámarki 80 kW.
-
Hversu oft þarf að fara með rafknúna sendibílinn frá Mercedes-Benz í viðhaldsskoðun?
Viðhald verður að fara fram árlega til þess að tryggja að háspennubúnaður og aðrir íhlutir virki sem skyldi. Viðhaldspakkinn sem fylgir með bílnum sér til þess að þú þarft ekki að greiða fyrir viðhald í fjögur ár. Ef skipta þarf um rafhlöðurnar nýtur þú góðs af rafhlöðuvottuninni í átta ár eða allt að 160.000 km. Frekari upplýsingar um viðhald rafbíla fást hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.
-
Hvor kosturinn er hagstæðari fyrir mig, rafknúinn sendibíll eða sendibíll með brunahreyfli?
Allt eftir því hvernig bíllinn er notaður og að teknu tilliti til þeirra ívilnana sem eru í boði fyrir rafbíla getur heildarrekstrarkostnaður rafknúins sendibíls verið sambærilegur við bíl með brunahreyfil. Með eCost Calculator færðu skýrari svör við þessari spurningu: Þar getur þú borið árlegan rekstrarkostnað bílsins sem þú átt núna saman við rekstrarkostnað rafknúins sendibíls frá Mercedes-Benz.
-
Verður að kaupa rafhlöðuna sérstaklega eða taka hana á kaupleigu?
Rafhlaðan er þegar innifalin í kaupverðinu. Það þarf því ekki að greiða sérstaklega fyrir leigu á rafhlöðu. Rafhlöðuvottunin ver þig gegn fjárhagslegri áhættu vegna skipta á rafhlöðu ef orkumagn rafhlöðunnar skyldi minnka umtalsvert. Hún gildir í allt að átta ár eftir að bíllinn kemur á götuna eða í allt að 160.000 km. Frekari upplýsingar um rafhlöðuna og rafhlöðuvottunina fást hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.
-
Hvaða tengimöguleikar eru í boði fyrir rafknúna sendibíla frá Mercedes-Benz?
Ýmsar stafrænar viðbætur eru einnig í boði fyrir rafknúnu sendibílana. „Remote- og leiðsöguþjónustur“ eru eingöngu í boði fyrir bíla með rafmagnsdrifi. Með þeim er hægt að hlaða, kynda og kæla bílinn á þægilegan hátt og skipuleggja bæði hleðslustopp og hleðslutíma á ferðinni. Frekari upplýsingar um stafrænar viðbætur fást hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.
-
Er rafhlaðan í ábyrgð?
Ef orkumagnið á rafhlöðunni skyldi minnka mikið á fyrstu 8 árunum eða fyrstu 160.000 km frá því bíllinn kemur á götuna ver rafhlöðuvottunin þig fyrir óvæntum útgjöldum. Við tökum þá á okkur kostnaðinn við að skipta um rafhlöðu. Og það besta er: Rafhlöðuvottunin er þegar innifalin í kaupverðinu.