AC-hleðsla 7,4 kW / DC-hleðsla 80 kW

Fljótleg hleðsla.

Fyrir hleðslu á DC-hraðhleðslustöðvum.

Með hleðsluafli að hámarki 80 kW er hægt að hlaða rafhlöðuna á DC-hraðhleðslustöðvum og auka þannig drægi bílsins á fljótlegan hátt á ferðinni. Hleðslukerfið Combined Charging System (CCS) með CCS-hleðslutengi (Combo 2) sér til þess að einnig er hægt að tengja bílinn við hleðslubúnað með að hámarki 7,4 kW hleðsluafli og riðstraumi (AC). Hægari hleðsla með riðstraumi hentar fyrst og fremst til að hlaða rafhlöðuna yfir nótt.