Blindsvæðisvari

Aðstoðar við að skipta um akrein og bakka úr stæðum.

Vaktar svæðið til hliðar við bílinn og aftan við hann.

Blindsvæðisvarinn með Rear Cross Traffic Alert getur komið í veg fyrir óhöpp þegar skipt er um akrein eða þegar bakkað er úr stæðum með sjónrænum og hljóðrænum viðvörunum. Greini blindsvæðisvarinn ökutæki í blinda blettinum gefur hann viðvörun í formi rauðs þríhyrnings í viðkomandi hliðarspegli. Sé stefnuljósið samt sem áður sett á þrátt fyrir þessa sjónrænu viðvörun fer þríhyrningurinn að blikka hratt og gefur að auki hljóðræna viðvörun. Þar að auki getur Rear Cross Traffic Alert aðstoðað við að koma í veg fyrir óhöpp þegar bakkað er úr stæði með því að vara ökumanninn við umferð sem kemur úr þverstæðri átt.