LED-ljósaborði í hleðslurými

Vel upplýst hleðslurými.

Orkusparandi og nánast skuggalaus lýsing.

Báðir LED-ljósaborðarnir uppi undir þaki lýsa hleðslurýmið upp án þess að varpa nokkrum skuggum að ráði og þannig verður mun auðveldara að átta sig á aðstæðum við fermingu og affermingu. LED-tæknin notar lítið rafmagn og ljósin endast lengi. Hægt er að kveikja og slökkva ljósið með ljósarofa fyrir innanrými í þakstjórnborðinu eða stilla það þannig að það kvikni eða slokkni sjálfkrafa þegar rennihurðirnar eru opnaðar.