Rafstýri

Fyrir mikil þægindi og stöðugleika í akstri.

Hraðatengd aðstoð við stýringu.

Rafstýrið eykur þægindi hjá ökumanni með hraðatengdri aðstoð við stýringu og aðstoðar við að halda aksturslaginu stöðugu. Þegar ekið er á litlum hraða og þegar bílnum er bakkað til fær ökumaðurinn hámarksstuðning með léttu stýri. Eftir því sem hraðinn er aukinn er dregið úr stuðningnum við stýrið þannig að bíllinn leitast sem mest eftir að aka beint og verður stöðugri í akstri á miklum hraða. Leggi ökumaðurinn mikið á stýrið, til dæmis þegar beygt er af, aðstoðar hið svokallaða Active Axle Response við að stilla bílinn aftur af á beinni braut. Frekari þægindi felast í því að stýringin getur dregið úr titringi, til dæmis vegna lélegrar jafnvægisstillingar á framhjólum. Þar sem stýringin krefst aðeins orku þegar lagt er á stýrið leggur hún sitt fram til hagkvæmni í orkunotkun bílsins.

Lorem Ipsum