Rafhlaðan er alltaf hlaðin með jafnstraumi (DC) eins og stendur til boða beint á DC-hraðhleðslustöðvum. Með miklu hleðsluafli gengur hleðslan þá hratt fyrir sig. Við AC-hleðslu með vegghleðslustöðvum eða venjulegum heimilisinnstungum er riðstraumur (AC) tekinn inn í bílinn. Innbyggt AC-hleðslutæki í bílnum umbreytir riðstraumnum síðan yfir í jafnstraum áður en honum er veitt inn á rafhlöðuna.
|