Miða skal hámarkshraðann við það hvernig bíllinn er notaður. Er bílnum fyrst og fremst ekið innanbæjar eða er honum oft ekið á þjóðveginum? Í staðalútfærslu er hámarkshraði rafknúna sendibílsins 80 km/klst. Með viðeigandi aukabúnaði er hægt að auka hámarkshraðann upp í 100 km/klst. eða 120 km/klst. Hins vegar skal hafa í huga að aukinn hraði kemur yfirleitt niður á dræginu.
|