Úthugsuð smáatriði.
Lítil skrifstofa í farþegasætinu.
Með fjölnota kassanum er hægt að klára formsatriði og pappírsvinnu á snyrtilegum og hentugum vinnustað þótt rýmið sé í minna lagi. Kassinn er með rúmgóða skúffu fyrir skjöl af stærðinni DIN-A4 og má opna hana beggja megin frá. Þegar lokið á þessari skrifstofueiningu er opnað verður það að nokkurs konar skrifborði með þægilega stömu yfirborði. Við efri hlið flatarins er lóðrétt geymsluhólf fyrir snjallsíma eða klemmubretti. Uppi fyrir miðju er einnig ílangt hólf fyrir penna og skrifstofuvörur. Þannig getur því ökumaðurinn klárað pappírsvinnu á milli þess sem hann ekur. Þar að auki er hólf fyrir nestisbox og útbúnaður fyrir spjaldtölvufestingu.1. Sé ekki þörf á kassanum þegar ekið er eða annar farþegi er með í för er hægt að geyma fjölnota kassann í sætishólfinu undir samanbrjótanlegum sætisbekk farþegasætisins.
1
Aðeins er hægt að fá festingu fyrir spjaldtölvu í gegnum Mercedes-Benz Accessories.