Aðstoðar við að halda bílnum á miðri akrein í hliðarvindi.
Dregur úr stefnubreytingu með inngripum hemla.
Hliðarvindshjálpin greinir mjög snemma stefnubreytingu vegna sterkra vindhviða og aðstoðar ökumann við að halda bílnum á miðri akrein. Því skyndileg breyting á stöðu bíls á akrein getur leitt til yfirdrifinna viðbragða ökumanns. Þess vegna leiðréttir hliðarvindshjálpin stefnu bílsins sjálfkrafa á hraða sem er meiri en 80 km/klst. Þannig dregur mjög úr stefnubreytingunni og áhrif hliðarvindsins eru að mestu leiðrétt eða dregið úr þeim.