KEYLESS-START

Þægilegt akstursheimildarkerfi.

Vélin ræst og drepið á með hnappi.

Vélin ræst með því einu að ýta á hnapp: Akstursheimildarkerfið KEYLESS-START gerir það mögulegt að ræsa vélina með því einu að ýta á Start-Stopp-hnappinn og með því að stíga á kúplinguna eða hemlafetilinn. Til þess er nóg að ganga með rafræna lykilinn á sér en í honum eru allar upplýsingar sem þarf til að fá akstursheimild. Þessi virkni léttir líf ökumannsins sérlega mikið þegar hann þarf sífellt að vera að stíga inn og út úr bílnum, því hann þarf ekki að taka lykilinn með sér í hvert skipti og stinga honum aftur í kveikjulásinn.