Sprinter sendibíll | Þjónusta | Mercedes-Benz

Þjónusta fyrir Sprinter sendibílinn þinn.

Okkar hlutverk er að viðhalda sendibílnum þínum

Með þjónustu Mercedes-Benz ertu með samstarfsaðila þér við hlið sem þekkir sendibílinn þinn út og inn og aðstoðar þig við að halda honum í fullkomnu lagi.

Mercedes-Benz Van Uptime. Við hugsum um nýja Sprinter-bílinn þinn.

Þrenns konar þjónusta, eitt markmið: Að hámarka nýtingu bílsins. Með stafrænu bilanagreiningunni frá Mercedes-Benz Van Uptime færðu ráðleggingar um viðhald sem hægt er að framkvæma sjálfur og einnig um skipulagningu og hvernig megi samræma viðhald og viðgerðir. Og ef hætta er á því að bíllinn verði óökuhæfur færðu viðvörun tímanlega og einnig, ef þú vilt, leiðsögn á næsta verkstæði sem mun í framhaldinu skipuleggja komu þína á verkstæðið undir eins.

Mercedes-Benz neyðaþjónusta.

Komi upp þær aðstæður að þú sért stopp aðstoðar Mercedes-Benz neyðaþjónustan þig við að komast á áfangastað.