Sprinter Tourer | Mercedes-Benz atvinnubílar

Gott rými, þægindi og öryggi. Sprinter Tourer.

Framsækinn, hagkvæmur og áreiðanlegur.

Framsækinn, hagkvæmur og áreiðanlegur.

Sprinter hentar fullkomlega í þau verkefni sem þú sérð um. Nýr Sprinter Tourer er ótrúlega fjölbreyttur, fæst í þremur mismunandi lengdum, tveimur hæðar útfærslum og allt að þremur sætaröðum. Sprinter Tourer er ríkulega búinn og einstaklega hagkvæmur bíll með fjölstillanlegum, þægilegum sætum fyrir farþega og ökumann ásamt lúxusklæðningu í innanrými.

Bílstjórinn nýtur góðs af glæsilegri hönnun stjórntækja og mæla sem og einingaskiptum hirslum sem má laga sérstaklega að því hvernig bíllinn er notaður hverju sinni, eins er fjöldinn allur af aðstoðar- og margmiðlunarkerfum í boði.

Með krafti frumkvöðulsins og meira en 20 ára reynslu leggur Sprinter nú enn á ný hornstein að framsækinni, hagkvæmri og áreiðanlegri lausn sem færir þinn rekstur fram eftir vegi.

Hönnun og lausnir.

  1. Hönnun
  2. Tenging
  3. Lausnir
  4. Öryggi
  5. Hagkvæmni
Nútímaleg og vönduð hönnun.

Útlit nýja Sprinter Tourer er hápunktur út af fyrir sig. Hönnun hans fylgir nútímalegri hönnunarstefnu Mercedes-Benz. Ökumannsrýmið var endurhannað og sannar gildi sitt bæði með vandaðri hönnun og framúrskarandi virkni. Til dæmis með MBUX margmiðlunarkerfi, vel staðsettum hirslum og KEYLESS-START.

Í alklæddu farþegarýminu er hægt að fá vöggu fyrir snjallsíma með USB-hleðslu í hverja sætaröð.

Allt eftir því hvaða notkunarsvið um ræðir og hvernig aksturslagið á að vera geturðu pantað Sprinter Tourer með afturhjóladrifi eða fjórhjóladrifi. Skipt er um gíra annaðhvort með sex gíra beinskiptingu eða með 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu.  

Þinn hreyfanleiki 4.0.

Til að gera vinnuna eins hagkvæma og þægilega og mögulegt er má fá mismunandi útvörp, margmiðlunarkerfi og tengjanleikalausnir fyrir Sprinter. Allt eftir þörfum má velja úr festingu fyrir farsíma, útvarpi með Bluetooth®-tengi og handfrjálsum búnaði, margmiðlunarkerfi með snertiskjá í hárri upplausn, hraðvirku leiðsögukerfi með hörðum diski með þrívíddarframsetningu á kortum og samþættingu við snjallsíma. Stjórnunin er eins og hún á að vera, einföld. Til dæmis er hægt að stjórna margmiðlunarkerfunum með snertiskjánum eða með snertihnappinum á aðgerðastýrinu. Gott aðgengi er að öllum stjórn- og mælabúnaði og þægilegt að lesa á hann.
Þar sem stafrænar lausnir tilheyra atvinnulífi nútímans létum við útbúa Sprinter með innbyggðri fjarskiptaeiningu sem leggur grunninn að stöðugri nettengingu bílsins. 

Hannaður nákvæmlega fyrir verkefnin.

Sprinter Tourer gerir ýmislegt mögulegt. Þrjár mismunandi lengdir, tvenns konar hæðir þaks og þrjár sætaraðir leggja grunninn að áhrifamiklu úrvali gerða. Þannig geturðu sett saman sérlega sterkbyggða bíla, sem henta til dæmis á byggingarsvæðum, rétt eins og VIP-skutlu með miklum lúxusbúnaði – nákvæmlega eins og þig vantar í verkefnin þín. Svo þægindin fyrir farþegana séu framúrskarandi eru allir tveggja og þriggja sæta sætisbekkir fáanlegir sem þægindasætisbekkir með stillanlegum sætisbökum og með þægindahöfuðpúðum. Þannig fer einstaklega vel um allt að átta farþega ásamt ökumanni í Sprinter Tourer.

Eftir þörfum er hægt að hengja allt að 3.500 kg aftan í, hvort sem það er farangur, efni eða verkfæri. Með yfir 600 einingar sérútbúnaðar, þar á meðal sérstakar lausnir fyrir flota og undirvagna, getur Sprinter Tourer lagað sig enn betur að þínum þörfum.

Öryggisbúnaður er til fyrirmyndar.

Sprinter er hannaður frá upphafi til enda fyrir öryggi. Traustur grunnur er yfirbyggingin sem er sérstaklega stöðug sökum byggingar sinnar og samsetningar efna í henni.
Við það bætast hin ótalmörgu aðstoðarkerfi. Því jafnvel reyndustu ökumenn lenda í aðstæðum þar sem stuðningur getur komið sér vel og er tekið fagnandi. Úrvalið nær frá hliðarvindsaðvörun sem staðalbúnaðar til virkrar hemlunaraðstoðar og akreinavara – sem bæði eru staðalbúnaður fyrir bíla með leyfilegri heildarþyngd yfir 3.500 kg. Þrjár myndavélalausnir, frá bakkmyndavél með baksýnisskjá til 360° myndavéla, bæta hina annars góðu yfirsýn sem þegar er til staðar úr bílstjórasætinu. Í myrkri eru LED High Performance-aðalljósin í boði sem aukabúnaður, en þau lýsa akbrautina vítt og breytt upp.
Ef illa fer getur loftpúðinn, sem er staðalbúnaður, verndað ökumann í árekstri. Hægt er að fá fimm aukalega loftpúða fyrir ökumann og farþega frammi í.

Hagkvæmur frá öllum hliðum séð.

Með Sprinter hefurðu valið bíl sem hefur sannað hagkvæmni sína á áhrifaríkan hátt í meira en 20 ár. Nýi Sprinter Tourer heldur nú áfram á þessari braut með þrautreyndum gæðum og áreiðanleika. Þú nýtur einnig góðs af hagkvæmni bílsins alveg frá upphafi. Þökk sé fjölmörgum uppsetningarmöguleikum pantar þú eingöngu það sem þú þarft í raun og veru.

Þar sem við viljum gjarnan bæta það sem gott er höfum við gert dísilvélar okkar enn sparneytnari og ríflegt plássið enn hagnýtara. Þannig sameinar Sprinter Tourer sparneytni í eldsneytisnotkun og hugvitssamlega virkni svo úr verður samgöngulausn sem er hagkvæm frá öllum hliðum séð.

Mjög gagnlegt í hinum ýmsu aðstæðum í umferðinni.

Aðstoðarkerfin geta aðstoðað ökumanninn við alls konar kringumstæður. Útbúa má Sprinter samkvæmt þeim verkefnum sem honum eru ætluð. Öll aðstoðarkerfin eiga eitt sameiginlegt. Þau eru öll samkvæmt nýjustu tækni. Til dæmis DISTRONIC-hraðastillirinn með fjarlægðarskynjun, sem getur sjálfur haldið valinni fjarlægð frá ökutæki að framan og gert þannig akstur á löngum leiðum þægilegri. Eða bílastæðapakkinn með 360° myndavél, bílastæðaaðstoð og Drive Away Assist sem getur veitt mikilsverða aðstoð þökk sé útsýni allan hringinn þegar lagt er í stæði eða bíllinn færður til.

Sprinter Tourer, virk hemlunaraðstoð

Virk hemlunaraðstoð

Sprinter Tourer, DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun

DISTRONIC-hraðastillir með fjarlægðarskynjun

Sprinter Tourer, blindsvæðisvari

Blindsvæðisvari með Rear Cross Traffic Alert

Sprinter Tourer, virkur akreinavari

Virkur akreinavari

Auðveldar erfiða vinnu.

Sprinter Tourer

Mercedes PRO: Einfaldar og eykur hraða í þínum rekstri.

Finndu réttu lausnirnar fyrir þinn Sprinter.

Ytri hönnun.