DISTRONIC

Meira öryggi með réttu bili.

Getur létt lífið á hraðbrautinni og í seigfljótandi umferð.

DISTRONIC-hraðastillirinn með fjarlægðarskynjun getur haldið því bili gagnvart ökutækjum fyrir framan sem ökumaður hefur stillt inn í kerfið og aðstoðað hann, til dæmis á hraðbrautum og í umferð þar sem sífellt er numið staðar og ekið af stað. Kerfið eykur hraðann sjálfkrafa og hemlar með í mesta lagi hálfum hemlunarkrafti, og heldur þannig réttu öryggisbili. Greini kerfið að þörf er á fastari hemlun fær ökumaðurinn sjónræna og hljóðræna viðvörun svo hann geti – ef þörf krefur – stöðvað bílinn. Þegar hætta er á árekstri grípur virka hemlunaraðstoðin inn í og reynir að koma í veg fyrir árekstur.