Allt að 258 km drægi.
eVito-sendibíllinn er notadrjúgur, öruggur og þægilegur – eins og vænta má þegar Mercedes-Benz Vito er annars vegar. Skilvirkur rafmótorinn skilar allt að 85 kW (116 hö.)
Helstu áherslupunktar.
Snjöll stýring sér til þess að orkunýtingin sé skilvirk: Með 3 aksturskerfum og 4 endurnýtingar stillingum verður raforkunotkun og drægi eins og best verður á kosið. Aksturskerfin þrjú „E+“, „E“ og „C“ eru valin með aksturskerfa rofa en endurnýtingar stillingarnar fjórar „D–“, „D“, „D+“ og „D++“ eru valdar með gírskipti flipunum í stýrinu. Endurnýting orku felur í sér að orka er endurheimt þegar dregið er úr hraða bílsins. Þegar ekið er niður brekkur er orkunni til dæmis veitt aftur inn á rafhlöðuna í stað þess að láta hana fara til spillis í formi varma.
Valfrjáls margmiðlunarkerfi, Audio 30 og Audio 40 er stjórnað á einfaldan og þægilegan hátt með snertiskjá.
Þú ferð fljótt að stóla á eVito sem samstarfsfélaga. Þess vegna gerum við allt til að tryggja langt og áreiðanlegt samband. Þú færð afhentan þaulprófaðan rafdrifin bíl í Mercedes-Benz gæðum með miðstöð sem hefur gengist undir ítarlegar vetrarprófanir við hitastig allt niður í -30 °C. Öflug ryðvörn með sinkhúðaðri yfirbyggingu ásamt slitþolnum efnum í innanrými sjá til þess að hann verði áfram glæsilegur fulltrúi fyrirtækisins þíns í mörg ár til viðbótar.
Nú komum við að þægilegri hliðum vinnunnar: eVito mun auka starfsánægju þína með rúmgóðu innanrými. Sterkbyggð og þægileg sæti sjá til þess að það fari alltaf vel um þig. Þegar kalt er í veðri býður sætishitunin fyrir ökumann, sem er staðalbúnaður, upp á frekari þægindi sem þú munt kunna sérstaklega vel að meta. Ef þú þarft pláss fyrir tvo farþega frammi í bílnum getur þú pantað farþegabekk sem aukabúnað. Valfrjáls hljóðkerfi tryggja góða tengingu og afþreyingu á leiðinni og með leiðsögukerfinu Audio 40 kemstu einnig fyrr á áfangastað.
Hægt er að fullhlaða rafhlöðuna á 6 klukkustundum.
Hægt er að hlaða rafhlöðuna á 35 kWh frá 0 upp í 100% á u.þ.b. 6 klukkustundum með vegghleðslustöð eða venjulegri hleðslustöð. Með Mode 3-hleðslusnúru með hleðslukló af gerð 2 fæst allt að 7,4 kW hleðsluafl með riðstraumi (2 fasar x 16 A eða 1 fasi x 32 A) úr hleðslubúnaðinum.
Í þeim tilvikum þar sem vegghleðslustöð eða hleðslustöð er ekki í boði er einnig hægt að hlaða rafhlöðuna í venjulegri heimilisinnstungu. Viðeigandi hleðslusnúrur eru fáanlegar hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.
Ríflegt hleðslurými: eVito-sendibíllinn.
eVito-sendibíllinn býður upp á mikla burðar- og afkastagetu. Hann er sérhannaður fyrir kröfuhörð verkefni og hentar fullkomlega til þess að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins. Sérgrein hans er að flytja farm. Þrátt fyrir ríflegt innanrýmið er bíllinn undir 2 metrum á hæð og smellpassar því inn í flesta bílskúra, bílastæðahús, bílakjallara og þvottastöðvar.
Framúrskarandi öryggi með rafmagnsdrifi.
Vel varið háspennukerfi.
Rafknúnu sendibílarnir frá Mercedes-Benz gangast undir strangt eftirlit og árekstraprófanir. Þegar kemur að öryggi eru þeir því í fremstu röð, eins og vænta má af Mercedes-Benz.
Aflrásin, háspennurafhlaðan og háspennuleiðslurnar eru vel varðar. Allar háspennuleiðslurnar eru einstaklega vel einangraðar. Þegar árekstrarskynjarar bílsins greina að alvarlegt óhapp á sér stað er straumurinn umsvifalaust tekinn af bílnum.