eVito-sendibíll | Kaupleiga | Mercedes-Benz Transporter
eVito-sendibíll

Finndu kaupleigu sem hentar fyrir eVito-sendibílinn þinn.

Kaupleiga á eVito-sendibíl.

Rafvæddu aksturinn með eVito-sendibílnum. Fjármögnunarþjónusta okkar aðstoðar þig við það. Með því að taka eVito-sendibílinn á kaupleigu nýtur þú tvöfalds ávinnings: Meðan á samningstímanum stendur geturðu prófað hversu vel rafbíll hentar þér og einnig nýtt þér opinberar ívilnanir fyrir rafbíla. Í lok samningstímans ákveður þú hvort þú viljir gera kaupleigusamning fyrir bíl af nýrri gerð. Þannig ertu ávallt með bíl sem hentar þínum þörfum og heldur um leið fjárhagslegum sveigjanleika.

Taktu eVito-sendibíl á kaupleigu fyrir allt frá XXX,- evrum á mánuði.

Þetta dæmi um kaupleigu fyrir rekstraraðila á við um eVito-sendibíl með rafmótor sem skilar 85 kW (116 hö.) og 295 Nm togi*. Mercedes-Benz-söluaðilinn þinn gerir þér gjarnan sérsniðið tilboð í kaupleigu.
Tegund viðskiptavinar Rekstraraðili
Verð frá framleiðanda XX.XXX evrur
Upphafsgreiðsla kaupleigu
XXX evrur
Samningstími í mánuðum XX mánuðir
Fastir ársvextir X,X%
Heildarkílómetrafjöldi XX.000 km
XX mánaðarlegar kaupleigugreiðslur að upphæð
XXX evrur (öll verð án VSK)
* Raforkunotkun innanbæjar / utanbæjar / í blönduðum akstri: X,X/ X,X/ X,X l/100 km; CO2-losun í blönduðum akstri: 0 g/km.

Valkostir fyrir kaupleigu.

Við bjóðum upp á ýmsa kaupleiguþjónustu fyrir eVito-sendibílinn þinn – allt eftir því hvaða þjónustu þú hefur áhuga á að nýta þér. Eitt eiga öll tilboðin sameiginlegt: Yfir allan samningstímann nýtur þú góðs af umsaminni þjónustu og borgar fyrirsjáanlega mánaðargreiðslu.

Hefðbundin kaupleiga.

Með hefðbundnu kaupleigunni nýtur þú góðs af hagstæðum greiðslum og ekur ávallt um á nýjustu gerðinni. Í lok samningstímans skilarðu kaupleigubílnum einfaldlega til Mercedes-Benz-söluaðilans gegn umsömdu endursöluvirði sem framleiðandinn ábyrgist – og skiptir yfir í nýjustu gerð eVito-sendibíls ef þú vilt.

Þjónustu-kaupleiga.

Á tiltekin þjónusta einnig að vera innifalin í mánaðarlegu kaupleigugreiðslunum fyrir eVito-sendibílinn þinn? Þú getur valið um hvort þú viljir bæta heildarþjónustupakka, ábyrgðar- og viðhaldspakka, ábyrgðarpakka eða viðhaldspakka við kaupleigusamninginn.

Finndu Mercedes-Benz-söluaðilann þinn.

Þegar þú hefur útfært bílinn eftir þínu höfði færðu sérsniðið tilboð í kaupleigu, án skuldbindinga, hjá Mercedes-Benz-söluaðilanum þínum. Hér finnur þú rétta tengiliðinn nálægt þér.

Frekari fjármögnunarþjónusta Mercedes-Benz fyrir eVito-sendibílinn.

Nýjustu fjármögnunartilboðin

Nýjustu upplýsingar og alltaf hrífandi: Kynntu þér sérstök fjármögnunartilboð okkar betur. Kannski erum við einmitt með tilboðið sem þú ert að leita eftir.

Fjármögnun: notaðu bílinn núna, borgaðu á tímabili sem hentar þér.

Viltu kaupa eVito-sendibílinn þinn, en ekki borga hann til fulls strax? Þá ættirðu að kynna þér fjármögnunarlausnir okkar. Allt eftir upphæð innborgunar og lokaafborgunar sem þú óskar eftir geturðu stjórnað mánaðargreiðslum þannig að þær falli fullkomlega að fjárhag þínum.

Með góðar tryggingar á ferðinni: Trygging fyrir sendibíla.

Þú getur einnig stólað á þjónustu okkar þegar kemur að tryggingum fyrir eVito-sendibílinn þinn. Í samstarfi við vel valin tryggingafélög nýtur þú alhliða verndar á sanngjörnum kjörum.