eVito Tourer | Mercedes-Benz Transporter

100% rafmagnaður eVito Tourer.

Verðlisti

Keyrðu allt að 356 km* á hreinu rafmagni.

eVito Tourer er notadrjúgur, öruggur og þægilegur. Aflmikill rafmótor skilar að hámarki 150 kW (204 hö). Rafnotkun í blönduðum akstri er 26,2 kWh/100km.

Með drægi allt að 356 km* hentar eVito fyrir lengri ferðir. Hægt er að hlaða rafhlöðuna í 80% á 45 mínútum í hraðhleðslustöð.

Í rúmgóðu innanrými bílsins er pláss fyrir átta farþega, auk ökumanns og pláss skerðist ekki vegna rafhlöðunnar.

*Drægi samkv. WLTP staðli

Hápunktar.

Skilvirk nýting raforku.

Til að orkunýtingin sé sem skilvirkust og akstursgeta hámörkuð býður eVito uppá mismunandi aksturskerfi og stillingar.

Með aðstoð aksturkerfa hleður bíllinn sig sjálfur í akstri þegar dregið er úr hraða. 

Algengar spurningar.

Spurningalisti
  1. Hentar rafknúinn bíll frá Mercedes-Benz í daglegum akstri hjá mér?

    Með EQ Ready-appinu geturðu undirbúið rafvæðinguna betur. Þú getur til dæmis séð hvort rafknúinn bíll frá Mercedes-Benz komi þér í gegnum vinnudaginn á aðeins einni hleðslu: Þetta ókeypis app greinir daglegar akstursleiðir hjá þér og aksturslag. Aksturssniðið sem er útbúið sýnir þér svo hvort rafknúinn bíll sé álitlegur kostur fyrir þig. Þú færð frekari svör við spurningum um rafknúinn akstur hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.

  2. Hvernig hleð ég rafknúna bílinn minn frá Mercedes-Benz?

    Hægt er að hlaða bílinn með vegghleðslustöð í heimahúsi eða í almennri hleðslustöð. Með DC-hraðhleðslustöð er hægt að hlaða eVIto Tourer frá 10% í 80% með allt að 110 kW hleðsluafli á undir 45 mínútum.

  3. Tekur rafhlaðan pláss frá farþegarými?

    Þar sem rafhlöðurnar eru staðsettar í undirvagni eVito Tourer er innanrými bílsins sambærilegt og í venjulegum Vito Tourer með brunahreyfli. 

  4. Hversu oft þarf að fara með eVito Tourer í þjónustuskoðun?

    Viðhald verður að fara fram árlega til þess að tryggja að háspennubúnaður og aðrir íhlutir virki sem skyldi. Ef skipta þarf um rafhlöðurnar nýtur þú góðs af rafhlöðuábyrgðinni sem er átta ár eða allt að 160.000 km. Frekari upplýsingar um viðhald rafbíla fást hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.

  5. Er rafhlaðan í ábyrgð?

    Ef orkumagnið á rafhlöðunni skyldi fara niður fyrir 180 Ah viðmiðunarmörkin fyrir afgangsorkumagn á fyrstu 8 árunum eða fyrstu 160.000 km frá því bíllinn kemur á götuna ver rafhlöðuábyrgð sem er átta ár eða allt að 160.000 km. þig fyrir óvæntum útgjöldum. Við tökum þá á okkur kostnaðinn við að skipta um rafhlöðu. Og það besta er: rafhlöðuábyrgð sem er átta ár eða allt að 160.000 km. er þegar innifalin í kaupverðinu.

  6. Fylgir hleðslusnúra með þegar keyptur er rafknúinn bíll frá Mercedes-Benz?

    Já, hleðslusnúra fylgir með eVito. Snúran er 4 metrar með hleðslukló af gerð 2. Hún styður 3 x 32 amper. Frekari upplýsingar um hleðslusnúrur frást hjá umboðs- og þjónustuaðilum Mercedes-Benz.

  7. Hvað eru endurnýtingarstillingar?

    Endurnýting orku felur í sér að orka er endurheimt þegar dregið er úr hraða bílsins. Þegar ekið er niður brekkur er orkunni til dæmis veitt aftur inn á rafhlöðuna í stað þess að láta hana fara til spillis í formi varma. Hægt er að stilla hversu mikil orka er endurheimt í 5 þrepum með gírskiptiflipunum í stýrinu: D++ (0 m/s²), D+ (-0,5 m/s²), D (-1,0 m/s²), D- (-1,5 m/s²). Í endurnýtingarstillingunni „D Auto“ er kveikt sjálfkrafa á ECO-aðstoðarkerfinu sem hjálpar þér að nýta hleðsluna á rafhlöðunni sem best. Það lagar endurnýtingarstillinguna sjálfkrafa að akstursskilyrðum hverju sinni.

  8. Hversu langt er hægt að aka á einni hleðslu við daglega notkun?

    Drægi rafknúna bílsins frá Mercedes-Benz fer fyrst og fremst eftir útfærslu bílsins, einkum því hvaða hámarkshraði er valinn. Raunverulegt drægi veltur auk þess á einstaklingsbundnu aksturslagi, aðstæðum á vegum og í umferð, útihitastigi, notkun loftkælingar/miðstöðvar og annars búnaðar sem gengur fyrir rafmagni. Aflvísirinn og endurnýtingarstillingarnar hjálpa ökumanni að nýta hleðsluna á rafhlöðunni eins vel og kostur er og hámarka þannig drægið.

[*] Frekari upplýsingar um uppgefna eldsneytisnotkun og uppgefna sértæka CO₂-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO₂-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, CO₂-losun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem hægt er að fá ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH (www.dat.de).