Þægindasæti fyrir ökumann

Sérstillt þægindi í sæti með sérstökum snúningsás.

Má stilla handvirkt á átta vegu og snúa allt að 180°.

Snúanlega þægindasætið fyrir ökumann býður upp á meira en bara þægindi í akstri: Þegar bíllinn er kyrrstæður er hægt að snúa sætinu á mjög sveigjanlegan hátt. Til dæmis um 180° til að snúa beint að farþegunum í aftursætunum. Sé sætinu snúið um allt að 50° í átt að hurðinni er auðveldara að stíga út úr bílnum.
Við þetta bætast svo mikil þægindi sætisins í akstri: Ökumenn af nær öllum stærðum og gerðum finna sér þægilega stöðu í þægindasæti fyrir bílstjóra og geta því farið langar vegalengdir í miklum notalegheitum. Þar að auki er hægt að stilla sætið handvirkt á átta vegu: Langsum til að stilla fjarlægð frá fótum til fótstiganna og hæð sætisins sem og halla sætisbaks og sessu svo sætisstaðan verði þægileg. Einnig má stilla hæð og halla höfuðpúða svo það henti líkamsstærðinni og kröfum sem ökumaður gerir til þæginda. Annar kostur er svo armpúðinn þeim megin sem snýr að framsætisfarþega.

Lorem Ipsum