LED Intelligent Light System

Beinir ljósinu þangað sem þess er þörf.

Lýsing sem lagar sig að aðstæðum á veginum.

LED Intelligent Light System bætir útsýni ökumanns og um leið öryggi í akstri þar sem akbrautarlýsingin getur lagað sig að hinum ýmsu aðstæðum. Í því skyni er kerfið með framljós sem laga sig að aðstæðum og geta snúið sér lóðrétt og lárétt og aukið eða dregið úr ljósstyrk.
Hluti af útbúnaðinum er meðal annars háljósaaðstoð sem kemur í veg fyrir að ljósin blindi vegfarendur í ökutækjum sem koma úr gagnstæðri átt, og einnig virku beygjuljósin sem beina ljósgeislanum inn í beygjuna og lýsa þannig akbrautina mun betur upp. Frekari virkni er þjóðvega- og hraðbrautalýsing sem býr yfir eiginleikum sem henta aðstæðum sérlega vel hverju sinni.

Lorem Ipsum