ATTENTION ASSIST

Varar bílstjórann við ofþreytu.

Greinir viðeigandi kennistærðir til að þekkja þreytu hjá bílstjóranum.

ATTENTION ASSIST getur aukið akstursöryggi með því að koma í veg fyrir að ökumaður dotti, fyrst og fremst á löngum ferðum og ferðum að nóttu til. Kerfið varar bílstjóra hljóðrænt og sjónrænt við þegar það greinir merki ofþreytu og athyglisskorts, og hvetur hann til að taka sér hlé. Til að greina aksturshegðun eru hreyfingar stýris teknar til greina og þannig búið til snið bílstjóra.
Fimm þrepa súlurit í lit setur athyglisstig ökumanns sjónrænt fram og má sjá það á margmiðlunarskjá í mælaborðinu. Greini ATTENTION ASSIST lágt athyglisstig birtist kaffibollatákn sem ráðleggur manni að taka hlé, og einnig heyrist hljóðmerki. Kerfið er virkt á hraða á milli 60 til 200 km/klst.; hægt er að stilla næmi þess í mælaborðinu og slökkva á því líka.

Lorem Ipsum