Vito sendibíll

Vito sendibíllinn. Kemur fyrirtækinu lengra. 

Tilbúinn um leið og þú.

Verðlisti

Vito. Hann bæði vill, getur og gerir.

Viltu vera við öllu búin(n)? Stenstu ekki nýjar áskoranir? Ertu vel skipulagður vinnuþjarkur? Þá passið þið Vito frábærlega vel saman. Því með Vito kemstu lengra – bæði á götunni og þegar kemur að árangri í rekstri. Hann skarar fram úr þegar kemur að hagkvæmni og gæðum svo og sveigjanleika og öryggi. Enda er hann framleiddur af sérfræðingum á sviði atvinnubifreiða.

Með eldsneytisnotkun frá 5,7 l á hverja 100 km er hann hagkvæmari en nokkru sinni fyrr og stuðlar með hverjum kílómetra að árangri þínum með sjálfbærum hætti. Og þökk sé framsæknum aðstoðar- og öryggiskerfum kemstu á áfangastað með enn öruggari hætti. Hann býður auk þess upp á einstakt úrval drifgerða: Fram-, aftur- eða fjórhjóladrif – það rétta fyrir verkefnin þín.

Treystu Mercedes-Benz-þjónustuaðilanum þínum fyrir viðhaldi og viðgerðum. Þeir þekkja bílinn þinn best. Þannig getur þú treyst á Vito í langan tíma.

Mercedes-Benz Vans. Born to run.

Hönnun og lausnir.

  1. Hagkvæmni
  2. Öryggi
Upplifðu þitt eigið efnahagsundur. Þú kemst lengra á sparneytninni.

Sá sem fer sparlega með fé er ávallt vel liðinn innan fyrirtækja. Því hefur Vito allt fram að færa til að bæta fjárhagslegan árangur fyrirtækisins þíns. Með vottuðum eyðslugildum frá 5,7 l á hverja 100 km ekur þú með sparneytnum hætti. Tölur sem eru til fyrirmyndar. Alveg eins og áreiðanleikinn og endingin sem eru aðalsmerki Mercedes-Benz. Þannig er tryggt að Vito sé til staðar þegar þú þarft á honum að halda. Langur tími á milli viðhalds, allt að 20.000 km, stuðlar einnig að því. Framúrskarandi gæði eru alltaf besta forsendan fyrir því að halda kostnaði við viðhald og viðgerðir í lágmarki. Til þess að Vito haldist sem lengst í toppformi er hann einstaklega vel ryðvarinn, meðal annars með sinkhúðaðri yfirbyggingu.

Náðu á áfangastað. Með fyrsta flokks öryggi. Öryggið í fyrirrúmi – í öllum ferðum.

Fyrsta flokks öryggis- og aðstoðarkerfi Vito gagnast öllum: Þér, farþegum þínum og öðrum vegfarendum. Farmurinn er líka á öruggum stað í Vito. Hliðarvindshjálp, athyglisvarinn ATTENTION ASSIST, öryggispúði fyrir ökumann, öryggispúði fyrir farþega í Vito Mixto ásamt skráningu sem fólksbifreið (M1) sem og nýjasta kynslóð rafrænu stöðugleikastýringarinnar ADAPTIVE ESP® eru staðalbúnaður í bílnum. Hin síðastnefnda tekur einnig mið af hleðslu bílsins við stjórnun aksturseiginleika. Með björgunarlímmiða með QR-kóða á miðdyrastafnum geta björgunaraðilar skannað björgunarkort bílsins beint.

Einn af hápunktunum er valfrjálsa COLLISION PREVENTION ASSIST-kerfið, sem vaktar fjarlægðina frá næsta ökutæki á undan og getur varað við hugsanlegum árekstrum, einnig utanbæjar. Hægt er að fá gluggaöryggispúða og hliðaröryggispúða fyrir brjóstkassa og mjaðmagrind ökumanns og framsætisfarþega sem og PRE-SAFE®-kerfið sem veitir fyrirbyggjandi vernd fyrir farþega. Og ef þú vilt bæta enn frekar við öryggisbúnað Vito er margt að finna í frekari öryggisbúnaði. Allur búnaðurinn á eitt sameiginlegt, hann hjálpar þér að komast á áfangastað með öruggum hætti.

Ríflegt athafnarými.

Sá sem vill ná árangri þarf að hafa nóg athafnarými. Þess vegna er Vito-sendibíllinn í boði í þremur mismunandi lengdarútfærslum sem falla vel að mismunandi þörfum. Þrátt fyrir stórt og mikið innanrými er bíllinn aðeins 1910 mm á hæð og smellpassar því inn í flesta bílskúra, bílastæðahús, bílakjallara og þvottastöðvar.
Lengd bíls
Stuttur
Langur
Mjög langur
Hleðsluflötur
Hleðslurými
Lengd hleðslurýmis
 Hámarkshleðsla
3,97 m²
5,5 m3
2586 mm
1374 kg
4,38 m²
6,0 m3
2831 mm
1349 kg
4,76 m²
6,6 m3
3061 mm
1324 kg

Stefnir alltaf á að lenda í öruggasta sæti.

Meðal vandaðs öryggisbúnaðar í Vito-sendibílnum má nefna hliðarvindshjálpina og athyglisvarann ATTENTION ASSIST, sem eru staðalbúnaður. Auk öryggispúðans fyrir ökumanninn, sem er staðalbúnaður, er einnig hægt að fá öryggispúða fyrir farþega og hliðaröryggispúða fyrir brjóstkassa og mjaðmagrind ásamt gluggaöryggispúðum að framan. Einnig er hægt að fá árekstrarvarann COLLISION PREVENTION ASSIST og akreina- og blindsvæðisvara sem stuðla að auknu öryggi.

Eins fjölbreyttur og verkefnin þín.

Vito fyrsti sendibíllinn í sínum flokki til að bjóða upp á þrjár drifgerðir: fram-, aftur- og fjórhjóladrif. Hvað sem þú ætlar að gera og hvar sem þú ert: Veldu bíl með drif sem hentar þér og þeim aksturseiginleikum sem þú ert að leita eftir.

Í akstri tryggir sjö þrepa sjálfskiptingin 7G-TRONIC PLUS1, sem er aukabúnaður, mikil akstursþægindi og litla eldsneytisnotkun. Sex gíra beinskiptingin, sem er staðalbúnaður, býður einnig upp á gott jafnvægi á milli snerpu og sparneytni. Það er sama hvaða drifgerð þú velur: Með raf- og vélstýrðu aflstýri sem staðalbúnaði, þægilegri stillingu undirvagns og sjálfstæðri fjöðrun býður Vito upp á skilvirkni, mýkt og akstursþægindi eins og í fólksbíl.

1

Fæst með aftur- og fjórhjóladrifi.