Vito Tourer fyrir atvinnurekstur | Mercedes-Benz Transporter

Vito Tourer.

Fleiri möguleikar.

Vito. Hann bæði vill, getur og gerir.

Viltu vera við öllu búin(n)? Stenstu ekki nýjar áskoranir? Ertu vel skipulagður vinnuþjarkur? Þá passar Vito Tourer þér fullkomlega. Því með Vito Tourer kemstu lengra – bæði á götunni og þegar kemur að árangri í rekstri. Hann skarar fram úr þegar kemur að hagkvæmni og gæðum svo og fjölhæfni og öryggi. Hann er sérhannaður fyrir farþegaflutninga – af sannkölluðum sérfræðingum á sviði atvinnubíla.

Með framsæknum aðstoðar- og öryggiskerfum kemstu á áfangastað með enn öruggari hætti. Hvort sem er með aftur- eða fjórhjóladrifi, í útfærslunum Vito Tourer BASE, PRO eða SELECT: Þú velur einfaldlega rétta bílinn fyrir þínar þarfir.

Treystu Mercedes-Benz-þjónustuaðilanum þínum fyrir viðhaldi og viðgerðum. Þeir þekkja bílinn þinn best. Þannig getur þú treyst á Vito Tourer í langan tíma.

Mercedes-Benz Vans. Born to run.

Hönnun og lausnir.

  1. Hagkvæmni
  2. Öryggi
Mikill áreiðanleiki kemur þér lengra.

Sá sem fer sparlega með fé er ávallt vel liðinn innan fyrirtækja. Því hefur Vito Tourer allt fram að færa til að bæta fjárhagslegan árangur fyrirtækisins þíns. Hefðbundinn áreiðanleiki og ending Mercedes-Benz eru til fyrirmyndar. Þannig er tryggt að Vito Tourer sé til staðar þegar þú þarft á honum að halda. Langur tími á milli viðhalds, allt að 20.000 km, stuðlar einnig að því. Framúrskarandi gæði eru alltaf besta forsendan fyrir því að halda kostnaði við viðhald og viðgerðir í lágmarki. Til þess að Vito Tourer haldist sem lengst í toppformi er hann einstaklega vel ryðvarinn, meðal annars með sinkhúðaðri yfirbyggingu.

Öryggið í fyrirrúmi – í öllum ferðum.

Fyrsta flokks öryggis- og aðstoðarkerfi Vito Tourer gagnast öllum: Þér, farþegum þínum og öðrum vegfarendum. Til að mynda aðstoðarkerfin hliðarvindshjálp og athyglisvarinn ATTENTION ASSIST, sem eru staðalbúnaður, nýjasta kynslóð rafrænu stöðugleikastýringarinnar ADAPTIVE ESP® sem og allt að sex öryggispúðar. Með björgunarlímmiða með QR-kóða á miðdyrastafnum geta björgunaraðilar skannað björgunarkort bílsins beint.

Einn af hápunktunum er valfrjálsa COLLISION PREVENTION ASSIST-kerfið, sem vaktar fjarlægðina frá næsta ökutæki á undan og getur varað við hugsanlegum árekstrum, einnig utanbæjar. Ef þess er óskað er einnig hægt að fá bakkmyndavél og PRE-SAFE®-kerfið sem veitir fyrirbyggjandi vernd fyrir farþega. Ef þú vilt bæta enn frekar við öryggisbúnað Vito Tourer er margt að finna í frekari öryggisbúnaði. Allur búnaðurinn á eitt sameiginlegt, hann hjálpar þér að komast á áfangastað með öruggum hætti.

Alltaf til taks.

Eins fjölbreyttur og ferðirnar þínar.

Fulla ferð áfram.

Það geta allir komist á leiðarenda. Markmið þitt er að komast lengra. Þess vegna bjóðum við upp á þrjár kraftmiklar vélargerðir og aftur- og fjórhjóladrif fyrir Vito Tourer. Hvað sem þú ætlar að gera og hvar sem þú ert: Veldu bíl með drif sem hentar þér og þeim aksturseiginleikum sem þú ert að leita eftir.

Í akstri tryggir níu þrepa sjálfskiptingin 9G-TRONIC, sem er staðalbúnaður, mikil akstursþægindi og litla eldsneytisnotkun. Sex gíra beinskiptingin býður einnig upp á gott jafnvægi á milli snerpu og sparneytni. Það er sama hvaða drifgerð þú velur: Með raf- og vélstýrðu aflstýri sem staðalbúnaði, þægilegri stillingu undirvagns og sjálfstæðri fjöðrun býður Vito Tourer upp á skilvirkni, mýkt og akstursþægindi eins og í fólksbíl.