Vito Tourer fyrir atvinnurekstur | Mercedes-Benz Transporter

Vito Tourer.

Fleiri möguleikar.

Vito. Hann bæði vill, getur og gerir.

Viltu vera við öllu búin(n)? Stenstu ekki nýjar áskoranir? Ertu vel skipulagður vinnuþjarkur? Þá passar Vito Tourer þér fullkomlega. Því með Vito Tourer kemstu lengra – bæði á götunni og þegar kemur að árangri í rekstri. Hann skarar fram úr þegar kemur að hagkvæmni og gæðum svo og fjölhæfni og öryggi. Hann er sérhannaður fyrir farþegaflutninga – af sannkölluðum sérfræðingum á sviði atvinnubíla.

Með framsæknum aðstoðar- og öryggiskerfum kemstu á áfangastað með enn öruggari hætti. Hvort sem er með aftur- eða fjórhjóladrifi, í útfærslunum Vito Tourer BASE, PRO eða SELECT: Þú velur einfaldlega rétta bílinn fyrir þínar þarfir.

Treystu Mercedes-Benz-þjónustuaðilanum þínum fyrir viðhaldi og viðgerðum. Þeir þekkja bílinn þinn best. Þannig getur þú treyst á Vito Tourer í langan tíma.

Mercedes-Benz Vans. Born to run.

Hönnun og lausnir.

  1. Hagkvæmni
  2. Öryggi
  3. Sveigjanleiki
  4. Þægindi
Mikill áreiðanleiki kemur þér lengra.

Sá sem fer sparlega með fé er ávallt vel liðinn innan fyrirtækja. Því hefur Vito Tourer allt fram að færa til að bæta fjárhagslegan árangur fyrirtækisins þíns. Hefðbundinn áreiðanleiki og ending Mercedes-Benz eru til fyrirmyndar. Þannig er tryggt að Vito Tourer sé til staðar þegar þú þarft á honum að halda. Langur tími á milli viðhalds, allt að 20.000 km, stuðlar einnig að því. Framúrskarandi gæði eru alltaf besta forsendan fyrir því að halda kostnaði við viðhald og viðgerðir í lágmarki. Til þess að Vito Tourer haldist sem lengst í toppformi er hann einstaklega vel ryðvarinn, meðal annars með sinkhúðaðri yfirbyggingu.

Öryggið í fyrirrúmi – í öllum ferðum.

Fyrsta flokks öryggis- og aðstoðarkerfi Vito Tourer gagnast öllum: Þér, farþegum þínum og öðrum vegfarendum. Til að mynda aðstoðarkerfin hliðarvindshjálp og athyglisvarinn ATTENTION ASSIST, sem eru staðalbúnaður, nýjasta kynslóð rafrænu stöðugleikastýringarinnar ADAPTIVE ESP® sem og allt að sex öryggispúðar. Með björgunarlímmiða með QR-kóða á miðdyrastafnum geta björgunaraðilar skannað björgunarkort bílsins beint.

Einn af hápunktunum er valfrjálsa COLLISION PREVENTION ASSIST-kerfið, sem vaktar fjarlægðina frá næsta ökutæki á undan og getur varað við hugsanlegum árekstrum, einnig utanbæjar. Ef þess er óskað er einnig hægt að fá bakkmyndavél og PRE-SAFE®-kerfið sem veitir fyrirbyggjandi vernd fyrir farþega. Ef þú vilt bæta enn frekar við öryggisbúnað Vito Tourer er margt að finna í frekari öryggisbúnaði. Allur búnaðurinn á eitt sameiginlegt, hann hjálpar þér að komast á áfangastað með öruggum hætti.

Fleiri möguleikar.

Það er sama hvert þú stefnir: Vito Tourer hjálpar þér að komast þangað með árangursríkum hætti. Því hægt er að laga gerðirnar þrjár BASE, PRO og SELECT nákvæmlega að þörfum þínum og farþega þinna. Ef þú þarft mjög þægilegan bíl fyrir ferðaþjónustu eða hótelskutlu er Vito Tourer SELECT með tveimur stillanlegum þriggja manna sætisbekkjum besti kosturinn. Þú vilt kannski dekstra við gesti þína með ljósi og lofti og panta valfrjálsa Panorama-þaklúguna. Ertu að leita að fjölhæfum leigubíl eða bíl fyrir liðið þitt? Þá ættir þú að kynna þér Vito Tourer PRO. Ef þú vilt aka starfsmönnum þínum á vinnusvæðið er hinn hagnýti Vito Tourer BASE tilvalinn.

Eftir því hvaða lengd er valin er hægt að útbúa farþegarýmið með tveimur eða jafnvel þremur sætaröðum í mjög löngu útgáfunni með tveggja og þriggja manna sætisbekkjum. Til að fá níu sæti að hámarki skaltu annaðhvort velja þrjár sætaraðir í farþegarýminu (sætasamsetning 2-2-3) eða farþegabekk frammi í bílnum og tvo þriggja manna bekki að aftan. 

Það er heillandi hversu þægilegur vinnustaðurinn getur verið.

Nú komum við að þægilegri hliðum vinnunnar: Vito Tourer mun auka starfsánægju þína með rúmgóðu innanrými sínu. Sætin eru með endingargóðu áklæði og þægileg á löngum ferðum vegna vinnuvistfræðilegrar bólstrunar. Þegar kalt er í veðri býður valfrjálsa sætishitunin fyrir ökumann og farþega í framsæti upp á dýrmæt aukaþægindi. Með valfrjálsa farþegabekknum færðu tvö sæti fyrir farþega frammi í.

Með raf- og vélstýrðu aflstýri og aukabúnaðinum TEMPOMAT, aðgerðastýri með stillanlegri stýrissúlu og aksturstölvu kemst þú léttilega á áfangastaði þína. Valfrjálsa loftkælingin eða sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfið hjálpa þér einnig að halda þægilegu hitastigi í bílnum.

Valfrjálsu hljóðkerfin tryggja góða tengingu og afþreyingu á leiðinni og með leiðsögukerfinu Audio 40 og Becker® MAP PILOT kemstu einnig fyrr á áfangastað. Ef þú vilt auka enn á útlit Vito Tourer getur þú pantað valfrjálsa krómpakkann fyrir innanrýmið.1 Þar sem öll árangursrík verkefni byrja á góðum geymslustöðum höfum við útbúið Vito Tourer með fjölmörgum hagnýtum geymsluhólfum.

1

Krómpakkinn fyrir innanrými er hluti af útbúnaði Vito Tourer SELECT.

Alltaf til taks.

Vito Tourer, PRE-SAFE®

PRE-SAFE®  

Vito Tourer, bílastæðaaðstoð

Bílastæðaaðstoð

Vito Tourer, aðalljósaaðstoð

Aðalljósaaðstoð

Vito Tourer, akreinavari

Akreinavari

Vito Tourer, COLLISION PREVENTION ASSIST

COLLISION PREVENTION ASSIST

Vito Tourer, blindsvæðisvari

Blindsvæðisvari

Eins fjölbreyttur og ferðirnar þínar.

Fulla ferð áfram.

Það geta allir komist á leiðarenda. Markmið þitt er að komast lengra. Þess vegna bjóðum við upp á þrjár kraftmiklar vélargerðir og aftur- og fjórhjóladrif fyrir Vito Tourer. Hvað sem þú ætlar að gera og hvar sem þú ert: Veldu bíl með drif sem hentar þér og þeim aksturseiginleikum sem þú ert að leita eftir.

Í akstri tryggir níu þrepa sjálfskiptingin 9G-TRONIC, sem er staðalbúnaður, mikil akstursþægindi og litla eldsneytisnotkun. Sex gíra beinskiptingin býður einnig upp á gott jafnvægi á milli snerpu og sparneytni. Það er sama hvaða drifgerð þú velur: Með raf- og vélstýrðu aflstýri sem staðalbúnaði, þægilegri stillingu undirvagns og sjálfstæðri fjöðrun býður Vito Tourer upp á skilvirkni, mýkt og akstursþægindi eins og í fólksbíl.

Lorem Ipsum