Frábær yfirsýn beint fyrir aftan bílinn.

Meira öryggi þegar bakkað er.

Bakkmyndavélin hjálpar til við að leggja í stæði og færa bílinn til: Hún sýnir svæðið beint fyrir aftan bílinn sem annars væri ekki sýnilegt ökumanninum. Nærmyndavél í listanum með handfanginu á afturhleranum myndar svæðið í kring um afturhluta bílsins og birtir upplýsingarnar á skjá margmiðlunarkerfisins frammi í bílnum. Virkum hjálparlínum er síðan bætt við myndina.

Kveikt er á bakkmyndavélinni þegar sett er í bakkgír. Hún slekkur fyrst á sér þegar búið er að færa bílinn til. Það er þegar bíllinn hefur ekki verið í bakkgír í 15 sekúndur, honum hefur verið ekið meira en 10 metra eða hraðinn fer yfir 10 km/klst. Ef dráttarbeisli, sem er aukabúnaður, er á bílnum er hægt að auka aðdrátt til þess að auðvelda tengingu eftirvagna.

Lorem Ipsum