Vito Tourer PRO

Pláss fyrir átta manns er staðalbúnaður.

Sveigjanlegur og fjölhæfur.

Vito Tourer PRO er einstaklega sveigjanlegur og fjölhæfur. Átta sæti, öryggispúðar fyrir brjóstkassa og gluggaöryggispúðar að framan ásamt margvíslegum þægindaútbúnaði eru staðalbúnaður. Einnig er hægt að innrétta hann með 5, 4 eða 2 sætum þar sem fjölbreytnin er mikil þegar kemur að sætasamsetningu og til staðar eru sætisfestingar með hraðfestingu – það má meira að segja bæta við níunda sætinu sé þess óskað. Ef flytja þarf fyrirferðarmikinn farm er hægt að búa til rúmgott hleðslurými í einu vetfangi með því að taka sætisbekkina úr.

Ysta sæti þriggja manna sætisbekksins í 1. röð farþegarýmisins býður upp á þægilegt aðgengi að 2. sætaröðinni með EASY-ENTRY-virkninni. Ef þörf krefur er einnig hægt að taka ysta sætið í burtu. Öll sæti eru með þriggja punkta öryggisbeltum og hæðarstillanlegum höfuðpúðum. Öll sæti í farþegarýminu nema EASY-ENTRY-sætið eru með ISOFIX-festingu fyrir barnabílstól.