Farþegaflutningar í hæsta gæðaflokki.
Þægilegur, sveigjanlegur og glæsilegur.
Vito Tourer SELECT er meðalstór Van-bíll fyrir kröfuharða og þægilega farþegaflutninga. Ytra byrði hans er sérlega frambærilegt með 40,6 cm (16 tommu) léttmálmsfelgum og samlitum stuðurum. Meðal þægindaútbúnaðar í innanrými er loftkælingin TEMPMATIC, stillanlega þægindasætið fyrir ökumann og farþega, aðgerðastýri með aksturstölvu og mælaborðið þar sem þægilegt er að kalla fram upplýsingar og stjórna aðgerðum bílsins.
Stilla má þriggja manna þægindabekkina með armpúðum, sem eru staðalbúnaður í Vito Tourer SELECT, að þörfum farþeganna. Hægt er að stilla halla sætisbaka og hæð höfuðpúðanna. EASY-ENTRY-virknin býður upp á þægilegt aðgengi aftur í bílinn. Hægt er að stilla staðsetningu sætisbekkjanna á brautarkerfi með hraðfestingu.