Vito Tourer BASE

Grunnurinn að hagkvæmum fólksflutningum.

Sparneytinn og notadrjúgur.

Vito Tourer BASE er sterkbyggður og áreiðanlegur meðalstór Van-bíll fyrir sérlega hagkvæma fólksflutninga. Í rúmgóðu innanrýminu er hægt að koma fyrir sætum fyrir allt að níu manns sé þess óskað. Framúrskarandi öryggisbúnaðurinn ATTENTION ASSIST, hliðarvindshjálp, brekkuaðstoð og loftþrýstingsvöktun í hjólbörðum ásamt öryggispúðum fyrir ökumann og framsætisfarþega fylgja þegar með sem staðalbúnaður.

Hægt er að setja farþegarými Vito Tourer BASE upp eftir þörfum: Til dæmis með tveggja eða þriggja manna sætisbekk í 1. röð og þriggja manna sætisbekk í 2. röð. Tveggja manna sætisbekkurinn býður upp á mjög gott aðgengi aftur í bílinn. Öll sætin eru með þriggja punkta öryggisbeltum og hæðarstillanlegum höfuðpúðum. Hægt er að festa viðeigandi barnabílstóla með ISOFIX-festingu á öll sæti í farþegarýminu nema á EASY-ENTRY-sætið.