Vito Tourer akreinavari

Gagnleg aðstoð við að halda réttri stefnu.

Getur hjálpað til við að halda bílnum á akreininni.

Akreinavarinn getur komið í veg fyrir slys sem verða þegar óviljandi er farið út af akrein. Fjölvirk myndavél getur greint akreinamerkingar og vaktar sífellt hvort bíllinn sé að fara út af réttri akbraut. Þegar kerfið greinir að farið sé óviljandi út af akrein – til dæmis vegna aðgæsluleysis – varar það við með taktföstum titringi í stýrinu. Þannig er ökumaðurinn hvattur til að stýra aftur inn á akreinina.

Akreinavarinn er virkur á hraða yfir u.þ.b. 60 km/klst. Hægt er að kveikja og slökkva á honum í valmyndinni fyrir aðstoðarkerfi í mælaborðinu og stilla viðeigandi næmi. Ef akreinavarinn greinir aksturshreyfingar, eins og til dæmis snúning á stýri, hemlun, hraðaaukningu eða að gefið sé stefnuljós gefur kerfið ekki frá sér viðvörun.

Lorem Ipsum