Bílastæðaaðstoð í Vito Tourer

Leikur einn að leggja í stæði.

Hjálpar til við að finna bílastæði og leggja í þau.

Bílastæðaaðstoðin aðstoðar bílstjórann við að finna bílastæði, sem og við að leggja í og fara úr stæði. Hún leitar að hentugum bílastæðum á hraða allt að 30 km/klst. og stýrir bílnum sjálfkrafa í stæði sem eru langsum og þversum á akreinina. Hún hjálpar einnig við að fara úr bílastæðum sem eru samsíða akbrautinni. Innbyggða PARKTRONIC-kerfið varar með sjónrænum og hljóðrænum hætti við hindrunum fyrir framan og aftan bílinn og getur þannig hjálpað til við að forðast tjón þegar lagt er í stæði eða bíllinn er færður til.

Ef ökumaðurinn setur í bakkgír og staðfestir boðin um að leggja í stæði stýrir bíllinn sjálfkrafa: Ökumaðurinn þarf aðeins að gefa inn, hemla og skipta um gír. Ef bíllinn er með sjálfskiptingu sér bílastæðaaðstoðin einnig um að hemla. Að hámarki tekur sjö hreyfingar að leggja í stæðið. Hægt er að grípa inn í ferlið hvenær sem er og leiðrétta hreyfingu bílsins eða hætta við.

Lorem Ipsum