Vito Tourer PRE-SAFE

Fyrirbyggjandi vörn í hættulegum aðstæðum.

Skynvædd fyrirbyggjandi greining á yfirvofandi slysum.

Fyrirbyggjandi PRE-SAFE®-kerfi til verndar farþegum getur greint hættulegar akstursaðstæður snemma og gripið til fyrirbyggjandi verndarráðstafana. Meðal ráðstafana má nefna afturkræfa strekkingu á öryggisbeltum ökumanns og framsætisfarþega, lokun á opnum gluggum og þakkerfum og – í tengslum við rafstillingu á sætum – færslu á farþegasæti í öruggari stöðu við slys.

Ef PRE-SAFE®-kerfið greinir hættulegar aðstæður í akstri grípur það til fyrirbyggjandi ráðstafana til að vernda farþegana. Meðal hættulegra aðstæðna í akstri má nefna nauðhemlun þar sem ökumaðurinn myndi vilja hemla mun meira en mögulegt er vegna skilyrða á akbraut – t.d. í mikilli hálku. Hættulegar stýrishreyfingar á miklum hraða geta sömuleiðis orðið til þess að kerfið grípur inn í. Slíkar hreyfingar á stýrinu eru oft vegna þess að ökumanninum hefur orðið hverft við og geta leitt til óstöðugleika í akstri.

Lorem Ipsum