Mercedes-Benz X-Class.

Sameinar ólíka heima.

 

 

Styrkur eins og hann gerist mest heillandi.

Mercedes-Benz X-Class vekur eftirtekt með áberandi hönnun. Svo sterklegur og kraftmikill að þú ekur af öryggi yfir krefjandi svæði. Hann er einnig framúrskarandi flottur að þú skerð þig úr fjöldanum í bænum. Hann er bæði áreiðanlegur förunautur í vinnunni frá degi til dags og góður félagi í fyrirvaralausum ævintýrum. Láttu þig hlakka til bíls sem sameinar ólíka heima á algjörlega nýjan hátt.

Hönnun og lausnir.

  1. Styrkur
  2. Torfærur
  3. Afköst
  4. Virkni
  5. Þægindi
  6. Hönnun
  7. Öryggi
Sterkur út í gegn.

X-Class er sterkur út í gegn: Hann ræður við meira en 1000 kg þunga og dregur eftirvagna sem vega allt að 3500 kg. Þar af leiðandi þarfnast hann stöðugrar og traustrar grunnstoðar. Þess vegna höfum við byggt pallbílinn okkar á traustri stigagrind úr hágæðastáli. Þér er því óhætt að hlaða hressilega á bílinn: verkfærum, vélum, efnum eða íþrótta- og tómstundabúnaði. Jafnvel þegar þú ekur utan alfaraleiðar hjálpar sterk grunnstoðin þér að komast áfram af öryggi. Eftir óskum ver tæknileg hlífðarpanna úr ryðfríu stáli vélina, gírkassann og útblásturskerfið þegar farið er yfir hindranir utan vega.

Storkar náttúruöflunum.

Ef stokkar og steinar gætu orðið agndofa þá væri það vegna X-Class. Þökk sé fjórhjóladrifinu, mismunandi stillingum fjórhjóladrifs, niðurfærslu fyrir torfærur og driflæsingu á afturöxli geturðu farið áfram af öryggi þótt vegurinn sé ansi torfær. Rausnarleg veghæðin frá 202 mm – upp í 222 mm sé þess óskað – gefur undirlaginu gott pláss undir bílnum. Ef þig þyrstir í ævintýri klifrar X-Class með þig, á viðeigandi undirlagi, upp allt að u.þ.b. 100% bratta og heldur akstursstöðugleika upp að u.þ.b. 49,8° halla. Þannig verður akstur í torfærum enn skemmtilegri.

Fulla ferðagleði áfram!

Stígðu inn, ræstu vélina og finndu fyrir öllum kraftinum sem kemur strax við lítinn snúningshraða. Sérstaklega aflmikil V6-dísilvélin mun heilla þig með akstursgetu sinni. DYNAMIC SELECT leyfir þér að velja úr fimm aksturskerfum sem bjóða upp á þægilega, sportlega eða sparneytna aksturseiginleika eða torfærueiginleika. Í handvirku DYNAMIC SELECT-stillingunni sérð þú um að skipta um gíra með gírskiptiflipum í stýrinu.

Víðar hjólskálarnar með breiðum dekkjum eru ekki bara tilkomumiklar, heldur stuðla þær einnig að mikilli akstursgetu X-Class þversum með sinni miklu sporvídd. Alveg eins og liðug fjölliðafjöðrunin á afturöxlinum. Þannig að með hverri beygju eykst eftirvæntingin eftir þeirri næstu og það verður skemmtilegra að komast á milli staða.

Hleðslusvæði sem er fullt af möguleikum.

„Pick up“ – við tökum það bókstaflega: Aðgengilegt hleðslusvæðið tekur meira en 1000 kg af vinnubúnaði fyrir þig. Milli hjólskálanna er meira að segja nóg pláss fyrir Euro-bretti sem liggur þversum. Hafi farmurinn horn eða brúnir getur hleðslusvæðisklæðningin hjálpað til við að koma í veg fyrir rispur og lakkskemmdir. Til þess að allt haldist á sínum stað aðstoða festingarmöguleikar við að skorða farminn vel og örugglega. Þegar líða tekur á daginn auðveldar LED-lýsing hleðslusvæðisins vinnuna. Ef þú þarft að fara í enn meira krefjandi ferðir eykur dráttargetan, sem er allt að 3500 kg, möguleika þína – líka fyrir báta- eða hestakerrur.

Harðgerður að utan, þægilegur að innan.

Þótt úti geisi aftakaveður dekrar X-Class við þig með þægindum sem eru einkennandi fyrir Mercedes-Benz. Aðgengis- og akstursheimildarkerfið KEYLESS-GO sem og brekkuaðstoðin veita þér ró við að stíga inn í bílinn og aka af stað. Meðan á akstri stendur stjórnar loftkælingin eða sjálfvirka hita- og loftkælingarkerfið THERMOTRONIC, sem er aukabúnaður, hitastiginu í innanrýminu eftir óskum. Nútímaleg útvarps- og leiðsögukerfin COMAND Online, Audio 20 USB og Audio 20 CD færa gera X-Class tæknilegan. Með þægindaundirvagni og sætum sem má stilla hvort um sig að ökumanni og framsætisfarþega er hægt að aka langar vegalengdir á notalegan hátt. Rafstillt sæti sem og sæti með mjóbaksstuðningi og sætishitun eru fáanleg sem aukabúnaður. Þegar komið er á áfangastað auðveldar bílastæðapakkinn með 360° myndavél að leggja í stæði og færa bílinn til. Einfalt er að stjórna allri þessari þægindavirkni með hugvitssamlegum stjórnbúnaði og vísum.

Sterkur í eðli sínu, öruggur í stíl.

X-Class sýnir karakter. Þegar dyrnar eru opnaðar tekur á móti þér stílhreint innanrými með stjórnrými í láréttri uppbyggingu. Skýrt aðgreindar línur PURE, PROGRESSIVE og POWER – í samspili við stílhreina upprunalega fylgihluti – gera pallbílinn enn meira að þínum eigin X-Class. Rétt eins og allt að 19" álfelgurnar og LED High Performance-aðalljósin með sinni einkennandi hönnun fyrir luktir. Fyrir POWER útfærsluna er hægt að velja úr tveimur litaþemum: svart eða hnotubrúnu leður. Klæðning mælaborðsins og neðri gluggalínu í ARTICO-leðurlíki og skrautþættir með ál- eða viðartrefjaútliti passa fullkomlega við hágæða leðurútbúnaðinn.

Öruggur – ekki bara þegar kemur að stíl.

Með sinni sterklegu byggingu leggur X-Class traustan grunn að framúrskarandi öryggi. Þeim mun betri þegar búið er að bæta við fjölmörgum öryggiseiginleikum: Margs konar stjórnkerfi fyrir akstursgetu og hemlabúnað – eins og ESP®-stöðugleikakerfi fyrir eftirvagna – geta hjálpað til við að greina hættulegar akstursaðstæður og hugsanlega draga úr alvarleika þeirra. Þar að auki geta aðstoðarkerfin aðstoðað ökumanninn við aðstæður sem valda þreytu eða skapa hættu, til dæmis akreinavarinn eða virk hemlunaraðstoð. Fyrir neyðartilvik bætast svo við sjö öryggispúðar sem staðalbúnaður og neyðarkallskerfi Mercedes-Benz.

* Frekari upplýsingar um uppgefna eldsneytisnotkun og um uppgefna sértæka CO2-losun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (Leiðarvísi um eldsneytisnotkun, CO2-losun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem hægt er að fá ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH (www.dat.de).

Lorem Ipsum