Áhrifamikill frumkvöðull.

Áhrifamikill, þægilegur, sjálfstæður.

Line POWER setur alveg ný viðmið í hönnun, þægindum og hágæða útliti með öllum sínum fylgibúnaði. Dæmi um hann eru til dæmis LED High Performance-aðalljós, KEYLESS-GO, rafstillanleg framsæti með mjóbaksstuðningi, sjálfvirkt THERMOTRONIC-hita- og loftkælingarkerfi og Audio 20 CD með snertiflöt. Dökklakkaðar 45,7 cm (18 tommu) álfelgur með sex tvöföldum örmum, sýnileg vörn undirvagns og krómlistar í gluggalínu ásamt LED-afturljósum að hluta gera sjónræna upplifun Line POWER einnig sterka.

Tilfinning fyrir hágæða efnisvali og frágangi skilar sér inn í innanrýmið þar sem er að finna sætaáklæði úr ARTICO-leðurlíki / DINAMICA-örtrefjaefni. Auk þess er mælaborðið og hluti hurðarspjalda klætt ARTICO-leðurlíki með skrautsaumum í andstæðum lit og skrautlistum með svartri, mattri og pixlaðri áferð. Skrautlistar með brúnni, mattri viðaráferð, áláferð með langsum rákum ásamt hnotubrúnni og svartri leðurinnréttingu eru eingöngu í boði með þessari búnaðarlínu.

Staðalbúnaður sem Line POWER hefur umfram Line PROGRESSIVE er meðal annars:

Ytra byrði

 • Samlitur framstuðari og sýnileg vörn undirvagns úr krómi
 • Krómaður afturstuðari með innfelldu þrepi
 • 45,7 cm (18 tommu) álfelgur með sex tvöföldum örmum, lakkaðar í himalaya grey
 • Upphitaðir, rafstillanlegir hliðarspeglar sem hægt er að fella að rafdrifið
 • LED High Performance-framljós með hreinsibúnaði
 • Þokuljós að framan með krómumgjörð
 • Afturljós að hluta til með LED-ljósum
 • Krómskrautlistar meðfram gluggum

 

Innanrými

 • Áklæði úr svörtu ARTICO-leðurlíki / DINAMICA-örtrefjaefni
 • Ökumanns- og farþegasæti rafstillanlegt á átta vegu
 • Mjóbaksstuðningur í ökumanns- og farþegasæti
 • Svart, matt og lárétt skraut með pixlaðri áferð
 • Mælaborð og hluti hurðarspjalda klædd ARTICO-leðurlíki með skrautsaumum
 • Geymslunet í fótarými farþega í framsæti
 • Audio 20 CD með snertifleti
 • KEYLESS-GO
 • Sjálfvirkt THERMOTRONIC-hita- og loftkælingarkerfi

Lorem Ipsum