Alhliða bíll sem fer í fararbroddi.

Fjölbreyttur, úthugsaður, brautryðjandi.

Line PROGRESSIVE státar af mikilli fjölhæfni og nýtist jafnt í grófari verkefni sem og ævintýraferðir. Um leið einkennist búnaðarlínan af miklum búnaði og þægindum. Kraftmikið útlitið verður ekki síðra með 43,2 cm (17 tommu) álfelgum með sex örmum. Það sem einkennir innanrýmið er mælaborð með tveimur kringlóttum mælaskífum og lofttúðum með silfurkrómumgjörðum. Festibrautir á þremur innanverðum hliðum pallsins tryggja öruggan frágang á farmi eða tómstundabúnaði. Í baksýnisspegli er innfelldur áttaviti sem tryggir að ekið sé í rétta átt.

Staðalbúnaður sem Line PROGRESSIVE hefur umfram Line PURE er meðal annars:

Ytra byrði

 • Klæðning grills með innfelldri Mercedes-stjörnu og tveimur rimlum í möttu iridium silver
 • Samlitur framstuðari með sýnilega mattsvarta vörn undirvagns
 • Samlitur afturstuðari með innfelldu stigþrepi
 • 43,2 cm (17 tommu) álfelgur með sex örmum, lakkaðar í vanadium silver
 • Krómaðir hurðarhúnar
 • Upphitaðir og rafstillanlegir hliðarspeglar
 • Halógen-aðalljós
 • Þokuljós að framan
 • Brautarkerfi til að festa niður hleðslu á þremur hliðum pallsins

Innanrými

 • Svart Posadas-tauáklæði
 • Lofttúður með túðuhring og kross úr silfurkrómi
 • Mælaborð með tveimur kringlóttum mælaskífum
 • Aðgerðastýri klætt svörtu Nappa-leðri með þremur örmum og 12 stjórnhnöppum, innri hlið stýris galvaníseruð
 • Gírskiptihnúður og handbremsustöng klædd leðri
 • Dilour-klæðning á gólfi
 • Sjálfvirk myrkvun baksýnisspegils með áttavita
 • Lýsing í gólfsvæði að framan og útstigsljós
 • Hurðasílsar með áláferð og „Mercedes-Benz“-áletrun
 • Regnskynjari
 • Átta hátalara hljóðkerfi
 • Þægilegt sólskyggni fyrir ökumann og farþega í framsæti

Lorem Ipsum