Áreiðanlegur förunautur.

Hagnýtur, sterkur og sterkbyggður.

Line PURE einkennist af miklu notagildi og hentar vel til allra daglegra nota bílsins. Búnaðarlínan stuðlar að þægindum með búnaði eins og loftkælingu og Audio 20 USB margmiðlunarkerfi sem veitir aðgang að upplýsingum, afþreyingu, samskiptum og tengimöguleikum og henni fylgja sæti með fjölmörgum stillingum fyrir ökumann og farþega í framsæti. Tvær festilykkjur á báðum innanverðum hliðum pallsins auðvelda tryggilegan frágang á farmi – einnig í myrkri, þökk sé fjórum LED-ljósum.

Line PURE inniheldur meðal annars:

Ytra byrði

 • Klæðningu grills með innfelldri Mercedes-stjörnu og tveimur mattsvörtum rimlum
 • Afturstuðara með innfelldu þrepi
 • 43,2 cm (17 tommu) stálfelgur
 • Rafstillanlega hliðarspegla
 • Halógen-aðalljós
 • Þokuljós að framan
 • Festiaugu, tvö á hvorri innri hlið pallsins
 • LED-tækni til að lýsa upp gólf pallsins

Innanrými

 • Svart Tunja-tauáklæði
 • Ökumannssæti með sex handvirkum stillingum
 • Sæti farþega frammi í með fjórum handvirkum stillingum
 • Lofttúður með túðuhring í silfurkrómi og túðukross í háglansandi svörtu
 • Aðgerðastýri með þremur örmum og 12 stjórnhnöppum
 • Plastklæðning á gólf
 • Miðstokkur með stóru geymsluhólfi, armpúða og glasahaldara
 • i-Size festingar fyrir barnabílstóla í hliðarsætum að aftan
 • Audio 20 USB
 • Tveir hátalarar að framan og aftan
 • Loftkæling
   

Lorem Ipsum