Tog

520 Nm til XXX 700

Hröðun

7,2 sek. til 3,8 sek.

úr 0 í 100 km/klst.

Rafhlaða

31 kWh

Hápunktar bílsins


Sitt af hvoru. Það besta af öllu. 

Sportleg og glæsileg Coupé-hönnun, framúrskarandi torfærugeta og einkennandi AMG-aksturseiginleikar: Í sameiningu gerir þetta Mercedes-AMG GLE Coupé að einstökum bíl. Á götunni og utan hennar.

Hápunktar bílsins


Sitt af hvoru. Það besta af öllu. 

Sportleg og glæsileg Coupé-hönnun, framúrskarandi torfærugeta og einkennandi AMG-aksturseiginleikar: Í sameiningu gerir þetta Mercedes-AMG GLE Coupé að einstökum bíl. Á götunni og utan hennar.

Myndin sýnir ytra byrði Mercedes-AMG GLE Coupé.

Ytra byrði

Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLE Coupé.

Innanrými

Myndin sýnir tæknimynd af Mercedes-AMG GLE Coupé.

Afköst

Hönnun ytra byrðis


Sportlegur hvert sem litið er – hönnun ytra byrðis.

Hönnun ytra byrðis


Sportlegur hvert sem litið er – hönnun ytra byrðis.
  • Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé

    Nýi Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé státar af skerptri hönnun ytra byrðis sem sker sig greinilega frá AMG Line á Mercedes-Benz-staðalgerðum. Sjálfstæð hönnun ytra byrðis bílsins teygir sig allt frá sérstöku AMG-grillinu til vélarhlífarinnar, framsvuntunnar, hliðarsvipsins og afturhlutans.

    Myndin sýnir hönnun ytra byrðis Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

    Sportlegur og fágaður Coupé-svipur

    Myndin sýnir sportlegan og fágaðan Coupé-svip Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

    Akstursgetan og krafturinn fara ekki framhjá neinum: Nýi Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé heillar strax við fyrstu sýn – fyrst og fremst með sportlegum og fáguðum Coupé-svipnum með spennuþrungnum línum.

    AMG-grill

    Myndin sýnir AMG-grill Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

    Það sem er einna mest áberandi á ytra byrði Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé er án nokkurs efa AMG-grillið: Með lóðréttum rimlum úr glansandi krómi og greinilegu AMG-merkinu tekur það strax af allan vafa um að hér er á ferðinni bíll frá Mercedes-AMG.

    Aflhvelfingar

    Myndin sýnir aflhvelfingar á Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

    Voldug lögun vélarhlífarinnar með breiðum og afgerandi aflhvelfingunum gefur skýrt til kynna gríðarlegan kraftinn sem nýi Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé býr yfir.

  • Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Coupé

    Enn meiri akstursgeta, enn meiri afköst, enn meiri ástríða: Með Mercedes-AMG GLE 63 og GLE 63 S 4MATIC+ Coupé standa þér til boða tvær spennandi nýjar útfærslur sem bjóða upp á sannkölluð AMG-afköst með miklum glæsibrag. Í stuttu máli: Sportlegasta leiðin til að keyra sportjeppa.

    Myndin sýnir hönnun ytra byrðis á Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

    AMG-framsvunta

    Myndin sýnir AMG-framsvuntu á Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

    „AMG Performance“ strax við fyrstu sýn: Endurhönnuð framhliðin með kraftmikilli „Jet-Wing“-hönnun með skrauti og sportlega áberandi loftinntökum tekur strax af allan vafa um hver hér er á ferðinni: nýju Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ og GLE 63 S 4MATIC+ Coupé.

    AMG-aftursvunta

    Myndin sýnir AMG-aftursvuntu á Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

    Kraftmikill baksvipur: Endurhönnuð AMG-aftursvunta með sportlegum loftdreifi og silfurkrómuðum skrautlista láta nýja GLE 63 4MATIC+ og GLE 63 S 4MATIC+ Coupé virðast enn breiðari og stæltari að aftan.

    AMG-útblásturskerfi

    Myndin sýnir AMG-útblásturskerfi Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

    Að aftanverðu gefur AMG-útblásturskerfið frekari fyrirheit um afköst og undirstrikar sportlega eiginleika nýju gerðanna enn frekar. Sérstaklega áberandi eru tvö ferhyrndu, háglansandi krómuðu, tvöföldu púströrin – á GLE 63 S 4MATIC+ Coupé eru þau auk þess greinilega riffluð.

Hönnun innanrýmis


Dæmigert AMG-innanrými: Allt passar fullkomlega.

Hönnun innanrýmis


Dæmigert AMG-innanrými: Allt passar fullkomlega.

  • Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé

    Um leið og þú sest inn í nýja Mercedes-AMG-bílinn tekur þú eftir rauðu litaáherslunum sem eru einkennandi fyrir AMG-innanrými: Allt frá rauðum skrautsaumum á áklæðum til rauðra öryggisbeltanna.

    Myndin sýnir hönnun innanrýmisins í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

    AMG Performance-stýri klætt Nappa-leðri

    Myndin sýnir AMG Performance-stýri klætt Nappa-leðri í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

    Ný kynslóð AMG-stýra með Nappa-leðri er sérhönnuð fyrir sportlegt aksturslag. Stýrin eru með áberandi þriggja arma hönnun, flöt að neðan og með snertihnöppum og skiptihandföngum úr áli. Stýrismiðjan með „AMG“-áletruninni setur síðan punktinn yfir i-ið.

    AMG-mælaborð

    Myndin sýnir AMG-mælaborðið í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

    Notendaviðmótið í háskerpuskjáum mælaborðsins hefur verið endurbætt og er nú með sérstakri AMG-hönnun. Auk þess er hægt að velja á milli atriða eins og RACETIMER, AMG-upphafsskjámyndar eða birtingarmátanna fjögurra „Classic“, „Sport“, „Látlaust“ og „Supersport“, en sá síðastnefndi er aðeins í boði fyrir AMG-bíla.

    AMG-stýrishnappar

    Myndin sýnir AMG-stýrishnappana í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

    Það er ekki að ástæðulausu sem AMG Performance-stýrin með valfrjálsu AMG-stýrishnöppunum minna á stýri í kappakstursbílum í Formúlu 1. Stýrihnapparnir gera stýrið einstaklega sportlegt og með þeim er hægt að stjórna tilteknum aksturseiginleikum bílsins á fljótlegan og markvissan hátt. Stýrishnapparnir eru innan seilingar og þú þarft því aldrei að taka hendurnar af stýrinu. Þeir eru líka svo einfaldir í notkun að þú þarft aldrei að taka augun af veginum.

  • Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Coupé

    Innanrými nýja Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé – birtingarmynd sterks drifkrafts: Ástríðunnar fyrir afköstum. Sérstök AMG-hönnun og -útbúnaður eykur akstursgetu og þægindi til muna. Innanrými S-gerðarinnar er enn sportlegra, en AMG-áhugamenn munu koma auga á einkenni þess strax við fyrstu sýn.

    Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

    Einingar í innanrými úr vönduðu Nappa AMG-leðri

    Myndin sýnir innanrými GLE 63 S 4MATIC+ Coupé með atriðum úr vönduðu Nappa AMG-leðri.

    Einstakur lúxus fyrir skilningarvitin: Fjöldi atriða úr vönduðu Nappa AMG-leðri í innanrými nýju Mercedes-AMG GLE Coupé-bílanna gefa þeim einstaklega glæsilegt yfirbragð þegar í staðalútfærslu. Með enn fjölbreyttara úrvali lita og efna eru óskum þínum nánast engin takmörk sett.

    AMG-sæti fyrir ökumann og framsætisfarþega

    Myndin sýnir AMG-sæti í Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

    AMG-sætin fyrir ökumann og framsætisfarþega veita einstaklega góðan hliðarstuðning auk þess sem þau eru með sérstakri AMG-grafík – með „AMG“-merki á fremri sætisbökum. Sætin eru klædd vönduðu svörtu Nappa AMG-leðri í staðalútfærslu. Einnig er hægt að velja um margs konar spennandi AMG-lita- og efnisafbrigði.

    Panorama-þaklúga

    Myndin sýnir Panorama-þaklúgu á Mercedes-Benz GLE 63 / 63 S Coupé.

    Stór Panorama-þaklúgan er aukabúnaður sem gefur hönnun Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Coupé í senn einstaklega frjálslegt og fágað yfirbragð. Hún gefur auk þess tilfinningu fyrir akstri undir berum himni og skapar þægilegt bjart andrúmsloft.

AMG-útbúnaður


Útfærðu nýja Mercedes-AMG GLE Coupé eftir þínu höfði.

AMG-útbúnaður


Útfærðu nýja Mercedes-AMG GLE Coupé eftir þínu höfði.

    Exclusive-skrautpakki

    Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLE Coupé með Exclusive-skrautpakka.

    Skrautpakkinn gefur innanrýminu persónulegt yfirbragð. Viðbótarskraut aftan á framsætum fellur fullkomlega að innanrýminu og skapar spennandi andstæður. Einkum njóta aftursætisfarþegar enn vandaðra yfirbragðs.

    Stillanlegt AMG Performance-útblásturskerfi

    Myndin sýnir AMG Performance-útblásturskerfi Mercedes-AMG GLE Coupé.

    Stillanlega AMG Performance-útblásturskerfið býður upp á einstaka hljóðupplifun. Stillanlegu útblásturslokurnar gera kleift að breyta hljóðinu í bílnum með því að ýta á hnapp. Allt eftir því hvaða aksturskerfi er valið breytast hljóðeinkenni bílsins frá því að vera til merkis um hófstillt þægindi til þess að tjá óbeislaðan tilfinningakraft.

    AMG-næturpakki

    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE Coupé með AMG-næturpakka.

    Með AMG-næturpakkanum eru valin atriði á ytra byrði bílsins svört og háglansandi. Allt eftir því hvaða litur á lakki er valinn skapar þetta annaðhvort skarpar andstæður eða órofið flæði. Hvort sem um er að ræða spennandi áherslur eða látlausan glæsileika: Í báðum tilvikum fær bílinn persónulegt og kraftmikið yfirbragð.

    AMG Performance-stýri með svörtu DINAMICA-örtrefjaefni

    Myndin sýnir innanrými Mercedes-AMG GLE Coupé með AMG Performance-stýri með svörtu DINAMICA-örtrefjaefni.

    Þetta AMG-stýri er klætt stömu DINAMICA-örtrefjaefni sem gefur fullkomið grip og betri stjórn. Dæmigert flatt AMG-formið á ættir sínar að rekja til kappakstursbíla og undirstrikar sportlega eiginleika stjórnrýmisins. Snertihnapparnir í stýrinu eru einstaklega þægilegir í notkun og stuðla að aukinni einbeitingu í akstri.

    55,9 cm (22") AMG-álfelgur með krossörmum

    Myndin sýnir AMG-álfelgur með krossörmum fyrir Mercedes-AMG GLE Coupé.

    55,9 cm (22") AMG-álfelgur með krossörmum, með svörtu möttu lakki og gljáfægðum brúnum með 285/40 R22 á 10 J 22 ET55 að framan og 325/35 R22 á 11,5 J 22 ET53 að aftan

    AMG Carbon-hlífðarplata fyrir vél

    Myndin sýnir AMG Carbon-hlífðarplötu fyrir vél Mercedes-AMG GLE Coupé.

    Hlífðarplatan fyrir vélina er gerð úr ekta koltrefjum í hæsta gæðaflokki og undirstrikar kraftinn í bílnum á tilkomumikinn hátt. Hún dregur bæði fram sportlega eiginleika bílsins og skipan vélarhluta auk þess sem hún grípur augað um leið og vélarhlífin er opnuð.

    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé með staðalbúnaði að framan.
    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé með staðalbúnaði að aftan.
    Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Coupé með staðalbúnaði.
    Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Coupé með staðalbúnaði.
    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé með AMG-næturpakka að framan.
    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé með AMG-næturpakka að aftan.
    Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé með AMG-næturpakka.
    Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé með AMG-næturpakka.
    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé með staðalbúnaði að framan.
    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé með staðalbúnaði að aftan.
    Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Coupé með staðalbúnaði.
    Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Coupé með staðalbúnaði.
    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé með AMG-næturpakka að framan.
    Myndin sýnir Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé með AMG-næturpakka að aftan.
    Myndin sýnir framhlið Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé með AMG-næturpakka.
    Myndin sýnir afturhluta Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé með AMG-næturpakka.
    • Framhlið
    • Afturhluti

    Þetta val er ekki í boði.

    Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými Mercedes-AMG GLE Coupé.

    • Staðalbúnaður GLE 53 4MATIC+ Coupé
    • Staðalbúnaður GLE 63 4MATIC+ Coupé
    • AMG-næturpakki fyrir GLE 53 4MATIC+ Coupé
    • AMG-næturpakki fyrir GLE 63 S 4MATIC+ Coupé

    Þetta val er ekki í boði.

    Valin útbúnaðarlína inniheldur eingöngu útbúnað fyrir ytra byrði eða innanrými Mercedes-AMG GLE Coupé.

    • Staðalbúnaður GLE 53 4MATIC+ Coupé
    • Staðalbúnaður GLE 63 4MATIC+ Coupé
    • AMG-næturpakki fyrir GLE 53 4MATIC+ Coupé
    • AMG-næturpakki fyrir GLE 63 S 4MATIC+ Coupé

    Smelltu á og dragðu

    Veldu tvær útbúnaðarútfærslur og færðu svo sleðann til að bera þær saman.

    Breyta útbúnaðarútfærslu
    Velja útbúnaðarútfærslu

    Veldu tvær útbúnaðarútfærslur til að bera þær saman. 

    • Staðalbúnaður GLE 53 4MATIC+ Coupé
    • Staðalbúnaður GLE 63 4MATIC+ Coupé
    • AMG-næturpakki fyrir GLE 53 4MATIC+ Coupé
    • AMG-næturpakki fyrir GLE 63 S 4MATIC+ Coupé
    • Staðalbúnaður GLE 53 4MATIC+ Coupé
    • Staðalbúnaður GLE 63 4MATIC+ Coupé
    • AMG-næturpakki fyrir GLE 53 4MATIC+ Coupé
    • AMG-næturpakki fyrir GLE 63 S 4MATIC+ Coupé

    Afköst


    Þeir gerast ekki sportlegri.

    Afköst


    Þeir gerast ekki sportlegri.
    • Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé

      Kraftmikil 3,0 lítra sex strokka línuvélin með tvöfaldri þjöppun með afgasþjöppu og rafknúinni aukaþjöppu sem og innbyggðum startararafal og 520 Nm hámarkstogi býður upp á framúrskarandi hröðun og tæra akstursánægju í nýja Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé. Lipurt fjórhjóladrifið AMG Performance 4MATIC+ býður auk þess upp á beina svörun og aflbeitingu miðað við aðstæður hverju sinni.

      .

      3,0 lítra sex strokka línuvél

      Myndin sýnir 3,0 lítra sex strokka línuvél Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

      Grunninn að einkennandi AMG-akstursgetunni leggur rafvædd 3,0 lítra vél með tvöfaldri þjöppun með afgasþjöppu og rafknúinni aukaþjöppu. Sex strokka línuvélin skilar 320 kW (435 hö.)[1] og hámarkstogi upp á 520 Nm. EQ Boost-startararafallinn skilar síðan 16 kW (22 ha.) afli og 250 Nm[1] togi til viðbótar í stuttan tíma í senn auk þess sem hann sér 48 volta rafkerfi bílsins fyrir rafmagni.

      [1] Upplýsingar um uppgefið afl og tog samkvæmt reglugerð (EB) nr. 715/2007 í gildandi útgáfu.

      AMG ACTIVE RIDE CONTROL

      Myndin sýnir AMG ACTIVE RIDE CONTROL í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

      AMG ACTIVE RIDE CONTROL dregur markvisst úr veltingi og bætir stöðugleika til muna í hröðum akstri. Útkoman er meiri nákvæmni og lipurð sem og dæmigerð AMG-akstursupplifun.

      AMG Performance 4MATIC+

      Myndin sýnir AMG Performance 4MATIC+ í Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

      Lipurt fjórhjóladrifið AMG Performance 4MATIC+ er með sérstakri AMG-afldreifingu sem býður upp á beina svörun og breytilega átaksdreifingu milli fram- og afturöxuls. Þetta gerir að verkum að bíllinn missir ekki grip þegar ekið er á miklum hraða.

      AMG SPEEDSHIFT TCT 9G-gírkassi

      Myndin sýnir AMG SPEEDSHIFT TCT 9G-gírkassa Mercedes-AMG GLE 53 4MATIC+ Coupé.

      Níu gíra AMG SPEEDSHIFT TCT 9G-gírkassinn býður upp á einstaklega hraðar skiptingar og sjálfvirka eldsneytisgjöf þegar skipt er niður (eftir því hvaða aksturskerfi er valið).

    • Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé og Mercedes-AMG GLE 63 S 4MATIC+ Coupé

      Nýi GLE 63 4MATIC+ Coupé og nýi GLE 63 S 4MATIC+ Coupé setja ný viðmið bæði í útliti og aksturseiginleikum. Í báðum gerðum skilar fullkomið samspil vélar og fjórhjóladrifs enn betri hröðun og framúrskarandi stöðugleika í akstri. Með AMG Driver’s Package getur þú síðan gert bílinn enn sportlegri.

      4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu

      Myndin sýnir 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu fyrir Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

      4,0 lítra V8-vélin með tvöfaldri forþjöppu og AMG Performance 4MATIC+ fjórhjóladrifið færa Mercedes-AMG GLE 63 4MATIC+ Coupé og S-útfærsluna upp á æðra afkastastig. Útkoman er 420 kW eða 450 kW afl með allt að 750 Nm eða 850 Nm togi. Innbyggði startararafallinn gefur bílnum síðan ekki aðeins meiri drifkraft, heldur endurheimtir einnig orku. Nútímalegt 48 volta rafkerfi sér bílnum fyrir áreiðanlegri orku og aukaþjappa skilar togi strax við lítinn snúningshraða.

      AMG DYNAMICS

      Myndin sýnir AMG DYNAMIC SELECT-valmyndina í Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

      Skynvædda rafeindastýringin AMG DYNAMICS leggur grunninn að AMG DYNAMIC SELECT-aksturskerfunum sem bjóða upp á mikla vídd í akstursupplifun – með allt frá hófstilltum til sportlegra og kraftmikilla áherslna. Ökumaður velur ýmist forstillt kerfi með AMG DYNAMIC SELECT-rofanum eða velur sínar eigin stillingar í kerfinu „Individual“.

      AMG ACTIVE RIDE CONTROL

      Myndin sýnir AMG ACTIVE RIDE CONTROL í Mercedes-AMG GLE 63 / 63 S 4MATIC+ Coupé.

      Í staðalútfærslu eru nýju Mercedes-AMG GLE 63-gerðirnar búnar AMG ACTIVE RIDE CONTROL-fjöðrun sem jafnar hreyfingar yfirbyggingarinnar út við öll akstursskilyrði. Þannig lætur bíllinn einstaklega vel að stjórn – einnig í mjög sportlegum akstri. Fyrir einstaka akstursupplifun með mikilli lipurð, hlutlausum eiginleikum í beygjum og framúrskarandi gripi.