Yfirbygging Yfirbygging CLA. Vekur athygli alls staðar. Eftirtektarverð sportleg og straumlínulöguð hönnun nýs CLA hentar í hvaða ævintýri sem er. CLA-rafbíllinn er verðugur fulltrúi Mercedes-Benz á rafmögnuðum tímum, með langt hjólhaf, stutta skögun og kraftalegan afturhluta.
Næsta
Fyrra
    Sportleg yfirbygging Yfirbragð CLA er sannarlega sportlegt: Svipmikill framhluti, karmalausar hurðir og einstakar straumlínulagaðar felgur upp í allt að 19".
    Kröftugur og straumlínulagaður Glæsilegar útlínur og innfelldir hurðarhúnar. Fjöldi smáatriða nýja CLA eru hönnuð til að draga úr loftmótstöðu.
    LED afturljós Skapa afgerandi yfirbragð að aftan: LED afturljósin og ljósborðinn að aftan færa yfirbragð framhlutans yfir til afturhlutans og fullkomna sterkan svip CLA bæði dag og nótt.
    Upplýst hönnun framhluta Meiri lýsing: nýtt grill með upplýstu stjörnumynstri og MULTIBEAM LEDaðalljós skapa saman ljósamynstur þegar bíllinn er opnaður og honum er læst.
    Innanrými Innanrými CLA.

    Nýtt ökumannsrými með MBUX Superscreen

    Close

    Nýtt ökumannsrými með MBUX Superscreen

    Eftirtektarverðasti hápunkturinn í innanrýminu: Nýr MBUX Superscreen teygir sig yfir allt mælaborðið og skapar þannig fullkomið svið fyrir nýju og einföldu stjórntækin okkar. Hvort sem þú situr í ökumanns- eða farþegasætinu veitir umlykjandi samsetning þriggja skjáa aðgang að fjölmörgum forritum bæði frá Mercedes-Benz og öðrum en heldur samt sem áður mikilvægum upplýsingum í beinni sjónlínu. MBUX Superscreen er í boði frá janúar 2026.


    Tveggja hæða miðstokkur með nýrri hönnun

    Close

    Tveggja hæða miðstokkur með nýrri hönnun

    Snjall, fágaður, þægilegur. Endurhannaði miðstokkurinn situr hátt og skapar sportlegt yfirbragð með tveimur hæðum, þar sem meðal annars er að finna þráðlausa hleðslustöð fyrir síma. Hægt er að uppfæra staðlaða matta áferðina í viðaráferð, ál eða endurunninn pappír.

    Burmester®3D Surround-hljóðkerfi með Dolby Atmos®

    Close

    Burmester®3D Surround-hljóðkerfi með Dolby Atmos®

    Með Burmester®3D Surround-hljóðkerfinu nýturðu fyrsta flokks hljómgæða. Krómhúðaðar hlífar hátalaranna undirstrika lúxusyfirbragð innanrýmisins. Kerfið er búið 16 hátölurum og öflugum magnara og býður einnig upp á háþróaða eiginleika á borð við „Dolby Atmos®" og „Personalised Sound" sem gerir þér kleift að sérsníða upplifunina.

    Þægilegur og fjölhæfur: Ný sportsæti

    Close

    Þægilegur og fjölhæfur: Ný sportsæti

    Upplifðu sportlegt yfirbragðið. Nýju sportsætin eru með háþróaðri marglaga hönnun sem fellir yfirborð sætanna að hliðarpúðunum svo úr verður heildræn eining. Nú fást þau í fyrsta sinn með lárétt stillanlegum höfuðpúðum í óskiptu sæti.

    Glæsilegt panoramic glerþak

    Close

    Glæsilegt panoramic glerþak

    Nýi CLA veitir einstaka frelsistilfinningu með glæsilegu glerþaki sem teygir sig frá fram- til afturrúðu. Glerþakið hámarkar höfuðrýmið og fyllir innanrýmið af náttúrulegri birtu.

    MB.OS MB.OS – nýtt stýrikerfi fyrir nýjan CLA. Nýi CLA tekur næsta stóra skrefið í stafrænni þróun bíla með nýja Mercedes-Benz stýrikerfinu, MB.OS. Þökk sé nýrri samþættri hönnun kerfis frá vélbúnaði yfir í ský tengir CLA saman aflrás, upplýsinga- og afþreyingarkerfi ásamt ýmsum öðrum kerfum og uppfærist stöðugt með þráðlausum uppfærslum. Enn fremur býður það upp á bókun eftir þörfum á t.d. afþreyingu eða akstursaðstoðareiginleikum og fjölmargar raddskipanir sem þú getur beint til nýju MBUX-sýndaraðstoðarinnar okkar. Með aðstoð gervigreindar bregst hún ekki aðeins við rödd þinni heldur býður einnig upp á enn einfaldari samskipti en nokkru sinni fyrr í Mercedes-Benz.
    Næsta
    Fyrra
      Nýtt MBUX notendaviðmót með UNITY 3D tækni Nýja MBUX notendaviðmótið og virkni þess skapa einstaka upplifun fyrir ökumann og farþega, þar sem rauntímagrafík lifnar við með krafti UNITY 3D tækni.
      MBUX Virtual Assistant – Snjallari og persónulegri MBUX Virtual Assistant nýtir gervigreind til að bregðast við raddskipunum þínum af innsæi og skilningi. Því betur sem hann kynnist þér, því markvissari verða tillögur hans – hann býr til rútínur, veitir gagnlegar ábendingar og kemur með hugmyndir sem auðvelda þér daginn.
      Leiðsögn með Google – Enn snjallari akstur Innbyggð Google Maps gögn bjóða upp á valdar áhugaverðar staðsetningar og besta leiðaval, sem sameina hið besta úr báðum heimum: rauntíma umferðaupplýsingar frá Google með snjöllu notendaviðmóti Mercedes-Benz.
      Hafðu samband Fyrsta skrefið í átt að nýja CLA bílnum þínum. Ertu með spurningar varðandi nýja CLA bílinn? Endilega hafðu samband með því að fylla út formið.

      Skráning á póstlista

      Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu meðal annars fréttir af nýjum vörum, tilboðum og öðrum upplýsingum. Ef þú kýst að fá þessar upplýsingar ekki sendar, vinsamlegast slepptu því að haka í þennan valmöguleika. Allar upplýsingar eru notaðar í samræmi við persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu Öskju og er ekki deilt með þriðja aðila.